Aldrei jafn mörg mál til rannsóknar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 21:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu aldrei hafa haft eins mörg mál til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei haft fleiri mál til rannsóknar og afgreiðslutími þeirra er að minnsta kosti helmingi lengri en við teljum æskilegt segir yfirlögregluþjónn. Þá sé alltof algengt að það þurfi að dæma menn í síbrotagæslu. Í fréttum af innbrotahrinu í höfuðborginni fyrri skömmu sögðust íbúar í ýmsum hverfum gruna að sömu aðilar væru að verki og veltu fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að setja viðkomandi aðila í einshvers konar síbrotagæslu. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að það þurfi að uppfylla ákveðnar lagakröfur til að setja brotamenn í slíka gæslu. „Ef við erum komin með brotahrinu á viðkomandi einstakling og höfum sterk sönnunargögn gagnvart honum kemur til greina að setja viðkomandi í síbrotagæslu. Það skiptir hins vegar líka málið hversu alvarleg brotin eru og að þegar sé orðið ljóst að viðkomandi fái Óskilorðsbundinn dóm. Sjálf síbrotagæslan felst svo í gæsluvarðhaldi yfir viðkomandi þar til dómur fellur í máli hans,“ segir Ásgeir. Hann segir að oft sé um að ræða einstaklinga sem tengjast fíkniefnaheiminum eða skipulagri brotastarfsemi. „Það er að mínu mati of algengt að það þurfi að setja fólk í síbrotagæslu. Frá því í haust eru t.d. rannsóknardeildir lögreglustöðvanna búnar að vera með fjóra til sex einstaklinga í síbrotagæslu á hverjum tíma,“ segir Ásgeir. Gríðarlegur fjöldi mála Hann segir að aldrei hafi eins mörg mál borist til rannsóknardeilda lögreglunnar og í ár. „Þetta eru svona tvöþúsund mál hjá okkur sem er u.þ.b. sex mánaða lager hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að forgangsraðað sé eftir alvarleika málanna þannig að rannsókn sumra mála taki mun lengri tíma en hálft ár. Ásgeir segir að þetta sé langt í frá óskastaða. Það væri mjög ákjósanlegt ef lagerstaðan væri þannig að við gætum afgreitt málin á helmingi styttri tíma. Ég þyrfti fleiri hendur til að geta sinnt hlutnum eins og ég myndi vilja hafa þá,“ segir Ásgeir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Í fréttum af innbrotahrinu í höfuðborginni fyrri skömmu sögðust íbúar í ýmsum hverfum gruna að sömu aðilar væru að verki og veltu fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að setja viðkomandi aðila í einshvers konar síbrotagæslu. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að það þurfi að uppfylla ákveðnar lagakröfur til að setja brotamenn í slíka gæslu. „Ef við erum komin með brotahrinu á viðkomandi einstakling og höfum sterk sönnunargögn gagnvart honum kemur til greina að setja viðkomandi í síbrotagæslu. Það skiptir hins vegar líka málið hversu alvarleg brotin eru og að þegar sé orðið ljóst að viðkomandi fái Óskilorðsbundinn dóm. Sjálf síbrotagæslan felst svo í gæsluvarðhaldi yfir viðkomandi þar til dómur fellur í máli hans,“ segir Ásgeir. Hann segir að oft sé um að ræða einstaklinga sem tengjast fíkniefnaheiminum eða skipulagri brotastarfsemi. „Það er að mínu mati of algengt að það þurfi að setja fólk í síbrotagæslu. Frá því í haust eru t.d. rannsóknardeildir lögreglustöðvanna búnar að vera með fjóra til sex einstaklinga í síbrotagæslu á hverjum tíma,“ segir Ásgeir. Gríðarlegur fjöldi mála Hann segir að aldrei hafi eins mörg mál borist til rannsóknardeilda lögreglunnar og í ár. „Þetta eru svona tvöþúsund mál hjá okkur sem er u.þ.b. sex mánaða lager hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að forgangsraðað sé eftir alvarleika málanna þannig að rannsókn sumra mála taki mun lengri tíma en hálft ár. Ásgeir segir að þetta sé langt í frá óskastaða. Það væri mjög ákjósanlegt ef lagerstaðan væri þannig að við gætum afgreitt málin á helmingi styttri tíma. Ég þyrfti fleiri hendur til að geta sinnt hlutnum eins og ég myndi vilja hafa þá,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00