Loksins hús…eða, er það ekki? Steinar Kaldal skrifar 17. nóvember 2021 11:00 „Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Íþróttir barna Skipulag Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar