Geta háskólanemar „lifað með veirunni?“ Derek Terell Allen skrifar 17. nóvember 2021 10:31 Léttirinn var mikill þegar takmarkanir innanlands voru afnumdar sumarið 2020. Þjóðin öll hélt að hertar aðgerðir væru á undan okkur, og þess vegna var fagnað með stórglæsilegum hætti á krám og hátiðum víða um samfélagið. Háskólanemar hlökkuðu til að koma sér aftur inn í venjulegt skólastarf, enda tók það á á að sækja lærdóm í gegnum tölvu og annan búnað heima hjá sér í einrúmi. Stúdentar vildu gjarnan setja lok á þennan einmannaleika sem við kynntumst mörg þegar veiran blés fyrst við. COVID er helsta áskorun stúdenta í nútímasögu og mun líklegast vera ein af helstu áskorunum stúdenta nokkurn tímann, þvert á söguskeið. Haustið 2020 gekk ekki eins vel og stúdentar hefðu viljað. Eins hratt og stúdentum var hleypt inn í byggingar háskólanna var þeim jafnóðum hent út vegna versnandi ástandsins sem ríkti þá í íslensku samfélagi. Rafrænar kennslustundir urðu aftur tíðar og stúdentinn varð aftur ein, einn, eða eitt í herbergi fyrir framan skjá. Skólaárinu lauk á svipuðum nótum, en við lok ársins voru stúdentar bjartsýnni heldur en ári fyrr. Landsmenn voru víða bólusettir og varðir gegn veirunni Því miður hafa aðstæður orðið bágar á ný. Staðan er sú versta sem hún hefur verið síðan COVID tók í taumana vorið 2020. Veiran hefur ekki látið gleyma sér og hefur minnt okkur á hvað hún er kröftug. Sem svar við aðrar bylgjur faraldursins ákváðu háskólar að loka og framkvæma aðgerðir með hagsmuni allra í huga. Núna eru hins vegar fleiri hvatar til halda öllu gangandi eins og áður var. Eftir tæp tvö ár af grímuskyldu og sóttkví er fólkið skiljanlega þreytt. Stúdentar sér í lagi vilja koma aftur saman til að læra, kynnast hvor öðrum, og eiga skemmtilegar stundir með samnemendunum sínum. Íslenskir stúdentar virðast vilja „lifa með veirunni“ með auknum mæli. En hvað þýðir það að „lifa með veirunni“? Hvernig geta háskólar tekið tillit til allra þessara sjónarmiða? Á þessum alþjóðlegum degi stúdenta langar mig að fagna með því að komast að þessum ásamt öllum öðrum spurningum sem getur vakið í tengsl við þetta hér viðfangsefni. Þau sem telja að best sé að halda áfram með lífið koma með gild rök. Heimsfaraldurinn hefur falið í sér margar afleiðingar sem eiga ekki einungis við líkamlega heilsu. Atvinnuleysi hefur aukist töluvert, og þetta atvinnuleysi hefur bitnað mikið á stúdentum. Könnun sem Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) framkvæmdu í samstarfi með Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Stúdentaráð Háskóla Íslands sýndi að um 40% stúdenta voru atvinnulausir. Við skoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar kemur fram að stúdentar eiga mjög skertan rétt á þessum tryggingum, enda er einstaklingi ekki heimilt að þiggja þessar tryggingar ef námið hans nemur meira 12 ECTS einingar á önn. Langflestir háskólanemar eru undir meira álagi en þetta og þar af leiðandi eru þeir einir á báti, sérstaklega ef þeir eiga ekki rétt á námslánum (sem krefjast þess að námsmaður nær a.m.k. 22 ECTS einingum á önn). Að sjálfsögðu leiðir slæmt atvinnuástand til slæms hags að öðru leyti. Í fyrrnefndu könnuninni kom það fram að u.þ.b. 55% stúdenta sáu fyrir sér að geta ekki mætt eða eiga erfitt með að mæta útgjöldum sumarið 2020. Erfiðleikar í atvinnu og peningamálum hjálpa ekki heldur til með geðheilsu, sem var metin annað hvort sæmilega eða lélega af 46% stúdenta. Andleg vellíðan íslenskra stúdenta hefur hrakað síðastliðin ár, en heimsfaraldurinn undirstrikaði frekar mikilvægi þess að huga að geðheilsu stúdenta. Þau sem vilja „lifa með veirunni“ langar skiljanlega ekki snúa aftur í það að sinna náminu heima. Engum þótti þessi hrikalegi tími skemmtilegur. Fyrir stúdenta var það ekki sérlega ánægjulegt að sitja kyrr og hlusta á fyrirlestra á meðan verið var að huga að öllu sem stóð fyrir utan gluggann. Það að finna jafnvægi á milli þess að vera góður námsmaður og einnig hlýðinn samfélagsþegi var þvílíkt þrekvirki af hálfu stúdenta. En staðreyndin er því miður sú að það geta ekki allir „lifað með veirunni“. Metfjölda smita hefur verið náð og óvisst er hvort og hvenær þessi núverandi flóðbylgja verði aftur lítill pollur. Af þessum sökum þurfa sumir að lifa öðruvísi en þau sem í þeirri forréttindastöðu að geta haldið öllu áfram eins og það var áður en veiran tók valdið. Stúdentar í áhættuhópum verða að hafa eigin heilsu og öryggi efst í huga. Nokkur fjöldi þessara stúdenta mega ekki kasta teningunum vegna þess að það yrði lífshættulegt. Það er algengt að stúdentar sem tilheyra þennan hóp kjósa frekar að halda sig heima og sökkva sér í námið, eins ömurlegt og það getur verið. Í könnuninni okkar kom fram að 6% stúdenta voru í áhættuhópi. Það má ekki gleyma þessum námsmönnum og ekki heldur þeim námsmönnum sem búa með einhverjum í áhættuhópi, þó að það væri ekki kannað. Það er þess vegna ekki langsótt fullyrðing að einhverjir þessara svarenda upplifa sig til dagsins í dag sem ófærir í því að geta „lifað með veirunni“. Jafnframt er möguleiki að einstaklingur sem telur sig geta „lifað með veirunni“ smitast. Þrátt fyrir það að bólusettir sjúklingar eru ekki algengir og yfirleitt ekki í lífshættu við smit er það samt hægt, og þar af mikilvægt að taka mið af því. Stúdentar sem vilja að aðgát sé sýnd eru með jafngilt álit og þau sem vilja að allt sé keyrt í fullan gang. Er það hægt fyrir háskólana að finna jafnvægi einhvers staðar á milli og láta báða hópana líða sem best? Í vor þessa árs birt LÍS frétt þar sem bornar voru lausnir undir háskólanna svo að allir stúdentar séu sáttir og öruggir. Þessar lausnir veita skólastjórnendum ásamt fleirum góð dæmi um hvernig það mætti halda skólastarfi uppi en á sama tíma ekki þvinga fólk til að velja á milli lífs og námsárangurs. Hægt er að gefa stúdentum sem geta og vilja að mæta í eigin persónu þann kost, en það verður að aðrir kostir í boði fyrir þá stúdenta sem hafa smitast, eru í aukinni hættu, eða eru í nánu sambandi við einstaklinga sem eru í aukinni hættu. Boðið skal upp á bæði stað- og heimapróf eða annars konar verkefni sem hægt er að sinna að heiman. Það má hvetja stúdenta til að læra heima, en einnig opna námsaðstöðu fyrir þau sem geta eða vilja ekki læra í sínu heimili. Kennslustundir skulu standa öllum til boða hvort verið sé að ræða stað- eða fjarkennslu. Ekki skal refsa stúdent fyrir hvað hann/hún/hán/o.s.frv. getur eða getur ekki gert. Þegar öllu er á botninu hvolft vilja allir stúdentar sjá aftur venjulegan heim. Sveiflukenndar opnanir og lokanir hafa reynt á okkur öll. Vegna þess að þetta tímaskeið hefur tekið á er það eins nauðsynlegt að sýna skilning og þannig hefur það ávallt verið. Háskólar skulu sýna stúdentum skilning og leyfa okkur öllum, innan skynsamlegra marka, að ræða sín örlög. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Háskólar Derek T. Allen Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Léttirinn var mikill þegar takmarkanir innanlands voru afnumdar sumarið 2020. Þjóðin öll hélt að hertar aðgerðir væru á undan okkur, og þess vegna var fagnað með stórglæsilegum hætti á krám og hátiðum víða um samfélagið. Háskólanemar hlökkuðu til að koma sér aftur inn í venjulegt skólastarf, enda tók það á á að sækja lærdóm í gegnum tölvu og annan búnað heima hjá sér í einrúmi. Stúdentar vildu gjarnan setja lok á þennan einmannaleika sem við kynntumst mörg þegar veiran blés fyrst við. COVID er helsta áskorun stúdenta í nútímasögu og mun líklegast vera ein af helstu áskorunum stúdenta nokkurn tímann, þvert á söguskeið. Haustið 2020 gekk ekki eins vel og stúdentar hefðu viljað. Eins hratt og stúdentum var hleypt inn í byggingar háskólanna var þeim jafnóðum hent út vegna versnandi ástandsins sem ríkti þá í íslensku samfélagi. Rafrænar kennslustundir urðu aftur tíðar og stúdentinn varð aftur ein, einn, eða eitt í herbergi fyrir framan skjá. Skólaárinu lauk á svipuðum nótum, en við lok ársins voru stúdentar bjartsýnni heldur en ári fyrr. Landsmenn voru víða bólusettir og varðir gegn veirunni Því miður hafa aðstæður orðið bágar á ný. Staðan er sú versta sem hún hefur verið síðan COVID tók í taumana vorið 2020. Veiran hefur ekki látið gleyma sér og hefur minnt okkur á hvað hún er kröftug. Sem svar við aðrar bylgjur faraldursins ákváðu háskólar að loka og framkvæma aðgerðir með hagsmuni allra í huga. Núna eru hins vegar fleiri hvatar til halda öllu gangandi eins og áður var. Eftir tæp tvö ár af grímuskyldu og sóttkví er fólkið skiljanlega þreytt. Stúdentar sér í lagi vilja koma aftur saman til að læra, kynnast hvor öðrum, og eiga skemmtilegar stundir með samnemendunum sínum. Íslenskir stúdentar virðast vilja „lifa með veirunni“ með auknum mæli. En hvað þýðir það að „lifa með veirunni“? Hvernig geta háskólar tekið tillit til allra þessara sjónarmiða? Á þessum alþjóðlegum degi stúdenta langar mig að fagna með því að komast að þessum ásamt öllum öðrum spurningum sem getur vakið í tengsl við þetta hér viðfangsefni. Þau sem telja að best sé að halda áfram með lífið koma með gild rök. Heimsfaraldurinn hefur falið í sér margar afleiðingar sem eiga ekki einungis við líkamlega heilsu. Atvinnuleysi hefur aukist töluvert, og þetta atvinnuleysi hefur bitnað mikið á stúdentum. Könnun sem Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) framkvæmdu í samstarfi með Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Stúdentaráð Háskóla Íslands sýndi að um 40% stúdenta voru atvinnulausir. Við skoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar kemur fram að stúdentar eiga mjög skertan rétt á þessum tryggingum, enda er einstaklingi ekki heimilt að þiggja þessar tryggingar ef námið hans nemur meira 12 ECTS einingar á önn. Langflestir háskólanemar eru undir meira álagi en þetta og þar af leiðandi eru þeir einir á báti, sérstaklega ef þeir eiga ekki rétt á námslánum (sem krefjast þess að námsmaður nær a.m.k. 22 ECTS einingum á önn). Að sjálfsögðu leiðir slæmt atvinnuástand til slæms hags að öðru leyti. Í fyrrnefndu könnuninni kom það fram að u.þ.b. 55% stúdenta sáu fyrir sér að geta ekki mætt eða eiga erfitt með að mæta útgjöldum sumarið 2020. Erfiðleikar í atvinnu og peningamálum hjálpa ekki heldur til með geðheilsu, sem var metin annað hvort sæmilega eða lélega af 46% stúdenta. Andleg vellíðan íslenskra stúdenta hefur hrakað síðastliðin ár, en heimsfaraldurinn undirstrikaði frekar mikilvægi þess að huga að geðheilsu stúdenta. Þau sem vilja „lifa með veirunni“ langar skiljanlega ekki snúa aftur í það að sinna náminu heima. Engum þótti þessi hrikalegi tími skemmtilegur. Fyrir stúdenta var það ekki sérlega ánægjulegt að sitja kyrr og hlusta á fyrirlestra á meðan verið var að huga að öllu sem stóð fyrir utan gluggann. Það að finna jafnvægi á milli þess að vera góður námsmaður og einnig hlýðinn samfélagsþegi var þvílíkt þrekvirki af hálfu stúdenta. En staðreyndin er því miður sú að það geta ekki allir „lifað með veirunni“. Metfjölda smita hefur verið náð og óvisst er hvort og hvenær þessi núverandi flóðbylgja verði aftur lítill pollur. Af þessum sökum þurfa sumir að lifa öðruvísi en þau sem í þeirri forréttindastöðu að geta haldið öllu áfram eins og það var áður en veiran tók valdið. Stúdentar í áhættuhópum verða að hafa eigin heilsu og öryggi efst í huga. Nokkur fjöldi þessara stúdenta mega ekki kasta teningunum vegna þess að það yrði lífshættulegt. Það er algengt að stúdentar sem tilheyra þennan hóp kjósa frekar að halda sig heima og sökkva sér í námið, eins ömurlegt og það getur verið. Í könnuninni okkar kom fram að 6% stúdenta voru í áhættuhópi. Það má ekki gleyma þessum námsmönnum og ekki heldur þeim námsmönnum sem búa með einhverjum í áhættuhópi, þó að það væri ekki kannað. Það er þess vegna ekki langsótt fullyrðing að einhverjir þessara svarenda upplifa sig til dagsins í dag sem ófærir í því að geta „lifað með veirunni“. Jafnframt er möguleiki að einstaklingur sem telur sig geta „lifað með veirunni“ smitast. Þrátt fyrir það að bólusettir sjúklingar eru ekki algengir og yfirleitt ekki í lífshættu við smit er það samt hægt, og þar af mikilvægt að taka mið af því. Stúdentar sem vilja að aðgát sé sýnd eru með jafngilt álit og þau sem vilja að allt sé keyrt í fullan gang. Er það hægt fyrir háskólana að finna jafnvægi einhvers staðar á milli og láta báða hópana líða sem best? Í vor þessa árs birt LÍS frétt þar sem bornar voru lausnir undir háskólanna svo að allir stúdentar séu sáttir og öruggir. Þessar lausnir veita skólastjórnendum ásamt fleirum góð dæmi um hvernig það mætti halda skólastarfi uppi en á sama tíma ekki þvinga fólk til að velja á milli lífs og námsárangurs. Hægt er að gefa stúdentum sem geta og vilja að mæta í eigin persónu þann kost, en það verður að aðrir kostir í boði fyrir þá stúdenta sem hafa smitast, eru í aukinni hættu, eða eru í nánu sambandi við einstaklinga sem eru í aukinni hættu. Boðið skal upp á bæði stað- og heimapróf eða annars konar verkefni sem hægt er að sinna að heiman. Það má hvetja stúdenta til að læra heima, en einnig opna námsaðstöðu fyrir þau sem geta eða vilja ekki læra í sínu heimili. Kennslustundir skulu standa öllum til boða hvort verið sé að ræða stað- eða fjarkennslu. Ekki skal refsa stúdent fyrir hvað hann/hún/hán/o.s.frv. getur eða getur ekki gert. Þegar öllu er á botninu hvolft vilja allir stúdentar sjá aftur venjulegan heim. Sveiflukenndar opnanir og lokanir hafa reynt á okkur öll. Vegna þess að þetta tímaskeið hefur tekið á er það eins nauðsynlegt að sýna skilning og þannig hefur það ávallt verið. Háskólar skulu sýna stúdentum skilning og leyfa okkur öllum, innan skynsamlegra marka, að ræða sín örlög. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun