Óttast að sala Mílu fái litla umfjöllun vegna starfa kjörbréfanefndar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 11:52 Oddný G. Harðardóttir telur tvær vikur of knappan tíma fyrir þingið til að fara vel yfir söluna á Mílu. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar í þjóðaröryggisráði hefur áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna starfa undirbúningskjörbréfanefndar. Frestur til að stöðva söluna rennur út eftir mánuð Samningar voru kláraðir við fjárfestingafélagið Ardian France seinni part síðasta mánaðar. Þjóðaröryggisráð hefur átt nokkra fundi um söluna en Míla sér um rekstur og á stærstan hluta ljósleiðarakerfis Íslands. Þingkona Samfylkingarinnar segir ljóst hve mikilvæg starfsemi fyrirtækisins sé fyrir almannahag og óttast að netöryggi Íslendinga verði háð geðþótta erlends fjárfestingafélags. „Það væri fullkomlega óeðlilegt og ég leyfi mér að segja glapræði að ætla að ganga frá þessari sölu án þess að Alþingi Íslendinga fái að fjalla um skilyrðin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem á sæti í þjóðaröryggisráði. Þeim skilyrðum verði hugsanlega að fylgja lagasetningar og þingið þurfi því góðan tíma. Gangi ekki að ríkisstjórnin yppi bara öxlum Ráðherra hefur heimild til að stöðva söluna allt að átta vikum frá því að samningar voru gerðir. Sá frestur rennur út 17. desember. En störf undirbúningskjörbréfanefndar hafa gengið mun hægar en margir höfðu vonast eftir. Nefndin lauk gagnaöflun sinni síðasta föstudag og hóf þá í fyrsta skipti að ræða málið efnislega af alvöru. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkuð skiptar skoðanir meðal nefndarmanna um lausnir á málinu en haldið verður áfram að reyna að finna sameiginlega leið á lokuðum fundi nefndarinnar í dag. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt að þeir muni ekki kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. „Mér finnst það ekki ganga að ríkisstjórn Íslands yppi bara öxlum og segi: „Við ráðum ekki við það að það séu einhver vandræði þarna í Norðvesturkjördæmi.“ Og láti söluna ganga þegjandi og hljóðlaust í gegn,“ segir Oddný. Tvær vikur versti kostur í stöðunni En þing verður að koma saman innan við 10 vikum frá kosningum en sá frestur rennur út 4. desember. Þá hefði það tvær vikur til að fjalla um söluna á Mílu. Væri það nóg? „Ég held að það sé afskaplega knappur tími og það er einmitt það sem ég óttast. Að það verði sett einhver skilyrði á borð fyrir framan okkur Alþingismenn og við okkur verði sagt: „Þið verðið að samþykkja þetta því annars fer salan athugasemdalaust í gegn“,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frakkland Fjarskipti Salan á Mílu Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Samningar voru kláraðir við fjárfestingafélagið Ardian France seinni part síðasta mánaðar. Þjóðaröryggisráð hefur átt nokkra fundi um söluna en Míla sér um rekstur og á stærstan hluta ljósleiðarakerfis Íslands. Þingkona Samfylkingarinnar segir ljóst hve mikilvæg starfsemi fyrirtækisins sé fyrir almannahag og óttast að netöryggi Íslendinga verði háð geðþótta erlends fjárfestingafélags. „Það væri fullkomlega óeðlilegt og ég leyfi mér að segja glapræði að ætla að ganga frá þessari sölu án þess að Alþingi Íslendinga fái að fjalla um skilyrðin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem á sæti í þjóðaröryggisráði. Þeim skilyrðum verði hugsanlega að fylgja lagasetningar og þingið þurfi því góðan tíma. Gangi ekki að ríkisstjórnin yppi bara öxlum Ráðherra hefur heimild til að stöðva söluna allt að átta vikum frá því að samningar voru gerðir. Sá frestur rennur út 17. desember. En störf undirbúningskjörbréfanefndar hafa gengið mun hægar en margir höfðu vonast eftir. Nefndin lauk gagnaöflun sinni síðasta föstudag og hóf þá í fyrsta skipti að ræða málið efnislega af alvöru. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkuð skiptar skoðanir meðal nefndarmanna um lausnir á málinu en haldið verður áfram að reyna að finna sameiginlega leið á lokuðum fundi nefndarinnar í dag. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt að þeir muni ekki kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. „Mér finnst það ekki ganga að ríkisstjórn Íslands yppi bara öxlum og segi: „Við ráðum ekki við það að það séu einhver vandræði þarna í Norðvesturkjördæmi.“ Og láti söluna ganga þegjandi og hljóðlaust í gegn,“ segir Oddný. Tvær vikur versti kostur í stöðunni En þing verður að koma saman innan við 10 vikum frá kosningum en sá frestur rennur út 4. desember. Þá hefði það tvær vikur til að fjalla um söluna á Mílu. Væri það nóg? „Ég held að það sé afskaplega knappur tími og það er einmitt það sem ég óttast. Að það verði sett einhver skilyrði á borð fyrir framan okkur Alþingismenn og við okkur verði sagt: „Þið verðið að samþykkja þetta því annars fer salan athugasemdalaust í gegn“,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frakkland Fjarskipti Salan á Mílu Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50
Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent