Hita upp fyrir Olís deild karla í kvöld: Flugu Valsmenn of hátt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 12:00 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val en Valsliðið tapaði sínum fyrsta leik í síðustu umferð. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir æfingapásu íslenska landsliðsins og það eru fimm leikir í kvöld. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferðina í aukaþætti Seinni bylgjunnar. „Við ætlum að renna yfir þessa sjöundu umferð eftir smá landliðsæfingapásu. Gott að fá boltann af stað aftur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er geggjað. Vonandi hafa liðin náð að spila sig saman, æfa vel og mæta tilbúin í þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er risa miðvikudagur með fimm leikjum,“ sagði Stefán Árni en þeir fóru síðan saman yfir alla leikina einn af öðrum. Stjörnumenn eru á toppnum í deildinni með fullt hús eftir fimm leiki. „Þeir hafa verið þetta spútniklið í vetur. Þeir hafa verið að spila vel og hafa verið að spila á móti góðum liðunum eins og Val. Þeir líta hrikaleg vel út og eiga líka nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn Upphitunarþáttur fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta er nú kominn inn á Vísi og er hann aðgengilegur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta Stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og FH á Hlíðarenda í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45. „Förum í risaleikinn. Valur og FH í Origo höllinni. Valsmenn hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en tapa samt í síðustu umferð á móti Stjörnumönnum. Hvað sjáum við þarna,“ spurði Stefán Árni. „Það er engin spurning að þetta er stórleikurinn í umferðinni. Það verður virkilega skemmtilegt að sjá hvernig Valur kemur til baka eftir þetta tap á móti Stjörnunni. Hvort þetta var einn leikur sem þeir eiga lélegan eða hvort við erum að fara að sjá að þeir hafi flogið of hátt í byrjun tímabilsins,“ sagði Ásgeir Örn. „FH-ingar eru að spila rosalega þétta og góða vörn. Þeir eru háir og þungir inn á miðjunni og svo með geggjaðan markmann fyrir aftan sig. Þetta hentar Völsurunum ekkert rosalega vel. Valsmenn eru með tiltölulega lágvaxna létta leikmenn sem eru mikið að fara í þessar beinu árásir maður á mann. Leikurinn kemur til með að vinnast þarna tel ég,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4) Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
„Við ætlum að renna yfir þessa sjöundu umferð eftir smá landliðsæfingapásu. Gott að fá boltann af stað aftur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er geggjað. Vonandi hafa liðin náð að spila sig saman, æfa vel og mæta tilbúin í þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er risa miðvikudagur með fimm leikjum,“ sagði Stefán Árni en þeir fóru síðan saman yfir alla leikina einn af öðrum. Stjörnumenn eru á toppnum í deildinni með fullt hús eftir fimm leiki. „Þeir hafa verið þetta spútniklið í vetur. Þeir hafa verið að spila vel og hafa verið að spila á móti góðum liðunum eins og Val. Þeir líta hrikaleg vel út og eiga líka nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn Upphitunarþáttur fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta er nú kominn inn á Vísi og er hann aðgengilegur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta Stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og FH á Hlíðarenda í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45. „Förum í risaleikinn. Valur og FH í Origo höllinni. Valsmenn hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en tapa samt í síðustu umferð á móti Stjörnumönnum. Hvað sjáum við þarna,“ spurði Stefán Árni. „Það er engin spurning að þetta er stórleikurinn í umferðinni. Það verður virkilega skemmtilegt að sjá hvernig Valur kemur til baka eftir þetta tap á móti Stjörnunni. Hvort þetta var einn leikur sem þeir eiga lélegan eða hvort við erum að fara að sjá að þeir hafi flogið of hátt í byrjun tímabilsins,“ sagði Ásgeir Örn. „FH-ingar eru að spila rosalega þétta og góða vörn. Þeir eru háir og þungir inn á miðjunni og svo með geggjaðan markmann fyrir aftan sig. Þetta hentar Völsurunum ekkert rosalega vel. Valsmenn eru með tiltölulega lágvaxna létta leikmenn sem eru mikið að fara í þessar beinu árásir maður á mann. Leikurinn kemur til með að vinnast þarna tel ég,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4)
Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4)
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira