Átján mánaða fangelsi fyrir innbrot og nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:01 Refsingin var átján mánuðir vegna tafa á dómsmálinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði