Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 21:01 Jakob Tryggvason segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks á Íslandi. Því sé leiðinlegt að sjá þegar fyrirtæki grafi undan henni. vísir/sigurjón Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“ Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“
Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira