Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 20:37 Eldur Elí Bjarkason gekkst undir þrettán klukkustunda lifrarígræðslu í lok ágúst. Hann hefur braggast vel síðan. úr einkasafni Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira