„Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 13:16 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur. Bannið hefur verið í gildi frá því snemma árs 2020 og var sett í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi forseta. Bannið náði til yfir 30 ríkja, meðal annars Bretlands, Kína og Evrópusambandsríkja. Afléttingin tók gildi á miðnætti að staðartíma í Bandaríkjunum en ferðamenn, sem hafa verið fullbólusettir með bóluefnum sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, geta þar með ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa mikla þýðingu fyrir félagið. „Mjög mikil tímamót og mikill gleðidagur hjá okkur eftir að þessi markaður hafði verið lokaður í þessa átt núna í eitt og hálft ár. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá alla markaði opna og allt leiðakerfi þá í gang. Okkar viðskiptalíkan er þá komið í gang að fullu, má segja,“ segir Bogi. Þó að Íslendingar hafi ekki fengið að fara til Bandaríkjanna hefur Icelandair flogið bandarískum ferðamönnum til og frá landinu á tímabilinu. Bogi segir að Íslendingar, sem og evrópskir meginlandsbúar, hafi nú tekið verulega við sér í bókunum til Bandaríkjanna síðan tilkynnt var að banninu yrði aflétt. Hann bendir jafnframt á að um fimmtíu prósent farþega fyrir faraldur hafi verið tengifarþegar frá Evrópu til Bandaríkjanna. „En með því að Evrópubúar og við Íslendingar getum farið til Bandaríkjanna styrkist þetta enn frekar og við verðum með ellefu áfangastaði í Norður-Ameríku núna á fjórða ársfjórðungi og höldum svo áfram að bæta í þegar fer að líða á næsta ár.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðalög Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Bannið hefur verið í gildi frá því snemma árs 2020 og var sett í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi forseta. Bannið náði til yfir 30 ríkja, meðal annars Bretlands, Kína og Evrópusambandsríkja. Afléttingin tók gildi á miðnætti að staðartíma í Bandaríkjunum en ferðamenn, sem hafa verið fullbólusettir með bóluefnum sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, geta þar með ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa mikla þýðingu fyrir félagið. „Mjög mikil tímamót og mikill gleðidagur hjá okkur eftir að þessi markaður hafði verið lokaður í þessa átt núna í eitt og hálft ár. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá alla markaði opna og allt leiðakerfi þá í gang. Okkar viðskiptalíkan er þá komið í gang að fullu, má segja,“ segir Bogi. Þó að Íslendingar hafi ekki fengið að fara til Bandaríkjanna hefur Icelandair flogið bandarískum ferðamönnum til og frá landinu á tímabilinu. Bogi segir að Íslendingar, sem og evrópskir meginlandsbúar, hafi nú tekið verulega við sér í bókunum til Bandaríkjanna síðan tilkynnt var að banninu yrði aflétt. Hann bendir jafnframt á að um fimmtíu prósent farþega fyrir faraldur hafi verið tengifarþegar frá Evrópu til Bandaríkjanna. „En með því að Evrópubúar og við Íslendingar getum farið til Bandaríkjanna styrkist þetta enn frekar og við verðum með ellefu áfangastaði í Norður-Ameríku núna á fjórða ársfjórðungi og höldum svo áfram að bæta í þegar fer að líða á næsta ár.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðalög Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira