Hefði viljað beina tilmælum til fólks frekar en að grípa til aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað halda áformum stjórnvalda um afléttingar um miðjan mánuð til streitu. Beina hefði átt tilmælum til fólks frekar en að grípa til íþyngjandi aðgerða. Ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar í dag um næstu aðgerðir innanlands. „Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
„Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira