Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2021 10:51 Frá Langasandi á Akranesi, útivistarparadís Skagamanna. Vísir/Vilhelm Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Stjórnendur Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA) ákváðu í gær að loka skólanum og skipta yfir í fjarkennslu fram að helgi vegna kórónuveirusmita sem hafi mögulega breiðst þar út. Á vef skólans kom fram að staðan á Akranesi væri alvarleg búist við því að mikill fjöldi fólks mæti í sýnatöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í gær. Svo virðist hafa verið tilfellið. 25 voru í einangrun á Skaganum í gær og nú sólarhring síðar er talan komin upp í 75. Skólum lokað Skagafréttir greina frá því að Bæjarráð Akraness hafi komist að þeirri niðurstöðu að fella niður alla starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins föstudaginn 5. nóvember. „Vegna smita og sóttkvíar verður lágmarks starfsemi það sem eftir er dagsins í dag á stofnunum bæjarins og eru foreldrar beðnir um að gera ráðstarfanir til þess að sækja börn sín um hádegi í dag ef þess er nokkur kostur. Ef foreldrar hafa ekki tök á vegna vinnu sinnar að sækja ung börn sínum hádegi þá verður það leyst,“ segir á vef Skagafrétta. Eldri börn grunnskólanna verða send heim um hádegi. Allar íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍA falla niður í dag og fram yfir helgi í það minnsta. Þreksalnum í Jaðarsbökkum hefur einnig verið lokað. Móttöku einnota umbúða í Fjöliðjunni hefur verið lokað um óákveðinn tíma og Búkollu hefur einnig verið lokað um óákveðinn tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Stjórnendur Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA) ákváðu í gær að loka skólanum og skipta yfir í fjarkennslu fram að helgi vegna kórónuveirusmita sem hafi mögulega breiðst þar út. Á vef skólans kom fram að staðan á Akranesi væri alvarleg búist við því að mikill fjöldi fólks mæti í sýnatöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í gær. Svo virðist hafa verið tilfellið. 25 voru í einangrun á Skaganum í gær og nú sólarhring síðar er talan komin upp í 75. Skólum lokað Skagafréttir greina frá því að Bæjarráð Akraness hafi komist að þeirri niðurstöðu að fella niður alla starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins föstudaginn 5. nóvember. „Vegna smita og sóttkvíar verður lágmarks starfsemi það sem eftir er dagsins í dag á stofnunum bæjarins og eru foreldrar beðnir um að gera ráðstarfanir til þess að sækja börn sín um hádegi í dag ef þess er nokkur kostur. Ef foreldrar hafa ekki tök á vegna vinnu sinnar að sækja ung börn sínum hádegi þá verður það leyst,“ segir á vef Skagafrétta. Eldri börn grunnskólanna verða send heim um hádegi. Allar íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍA falla niður í dag og fram yfir helgi í það minnsta. Þreksalnum í Jaðarsbökkum hefur einnig verið lokað. Móttöku einnota umbúða í Fjöliðjunni hefur verið lokað um óákveðinn tíma og Búkollu hefur einnig verið lokað um óákveðinn tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira