Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:49 Sólveig Anna vandar starfsfólki Eflingar ekki kveðjurnar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. Þetta segir Sólveig í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu, þar sem hún segir einnig að þar sem það hefði ekki verið viðurkennt að staða verka- og láglaunafólks væri mjög slæm og ólíðandi, hefði ekki verið til staðar skilningur á því að hún þyrfti vinnufrið. Sólveig Anna hefur ekki viljað veita viðtöl vegna ólgunnar innan Eflingar og hefur látið nægja að tjá sig um málið á Facebook. „Það var aldrei viðurkennt að ég hefði umboð frá félagsfólki eftir kosningar sem ég og félagar mínir unnum með algjörum yfirburðum (þrátt fyrir að skrifstofa félagsins gerði allt til að koma í veg fyrir það , m.a. með því að starfsfólk skrifstofunnar sagði við þau sem komin voru til að kjósa að ég væri „klikkuð kerling“ og „snarbiluð“) til að umbreyta þeirri hörmulegu þjónustu sem félagsfólki var boðið uppá (t.d. aldrei nokkur tilraun gerð til að koma til móts við allt aðflutta verkafólkið, sem þó eru helmingur félagsfólks) og koma henni í mannsæmandi horf,“ segir Sólveig meðal annars. Hún nefnir dæmi og segist meðal annars hafa verið gagnrýnd fyrir að borða ein inni á skrifstofu sinni. „Þegar ég ávarpaði starfsfólk skrifstofu Eflingar síðasta föstudagsmorgun og bað þau um að liðsinna mér var ég í raun að biðja um einhverskonar vinnufrið. Vinnufriðinn sem aldrei hefur fengist viðurkennt að ég þyrfti og ætti rétt á,“ segir Sólveig. Frið til að halda baráttunni áfram, segir hún. „Ég bað starfsfólk í fullri einlægni um að veita mér hann. Þeirri beiðni var afdráttarlaust hafnað; herferðin inná vinnustaðnum, byggð á ofstæki og andúð í minn garð, skyldi halda áfram, með engan endi í sjónmáli. Því fór sem fór.“ Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Þetta segir Sólveig í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu, þar sem hún segir einnig að þar sem það hefði ekki verið viðurkennt að staða verka- og láglaunafólks væri mjög slæm og ólíðandi, hefði ekki verið til staðar skilningur á því að hún þyrfti vinnufrið. Sólveig Anna hefur ekki viljað veita viðtöl vegna ólgunnar innan Eflingar og hefur látið nægja að tjá sig um málið á Facebook. „Það var aldrei viðurkennt að ég hefði umboð frá félagsfólki eftir kosningar sem ég og félagar mínir unnum með algjörum yfirburðum (þrátt fyrir að skrifstofa félagsins gerði allt til að koma í veg fyrir það , m.a. með því að starfsfólk skrifstofunnar sagði við þau sem komin voru til að kjósa að ég væri „klikkuð kerling“ og „snarbiluð“) til að umbreyta þeirri hörmulegu þjónustu sem félagsfólki var boðið uppá (t.d. aldrei nokkur tilraun gerð til að koma til móts við allt aðflutta verkafólkið, sem þó eru helmingur félagsfólks) og koma henni í mannsæmandi horf,“ segir Sólveig meðal annars. Hún nefnir dæmi og segist meðal annars hafa verið gagnrýnd fyrir að borða ein inni á skrifstofu sinni. „Þegar ég ávarpaði starfsfólk skrifstofu Eflingar síðasta föstudagsmorgun og bað þau um að liðsinna mér var ég í raun að biðja um einhverskonar vinnufrið. Vinnufriðinn sem aldrei hefur fengist viðurkennt að ég þyrfti og ætti rétt á,“ segir Sólveig. Frið til að halda baráttunni áfram, segir hún. „Ég bað starfsfólk í fullri einlægni um að veita mér hann. Þeirri beiðni var afdráttarlaust hafnað; herferðin inná vinnustaðnum, byggð á ofstæki og andúð í minn garð, skyldi halda áfram, með engan endi í sjónmáli. Því fór sem fór.“
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22
Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09