„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:05 Ólöf Tara hefur ýmislegt við viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson að athuga. En segir hins vegar að fólk þurfi að fá að komast aftur inn í samfélagið. Vísir Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í gær og í morgun eftir umfjöllun og viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við Þóri Sæmundsson sem var á sínum tíma rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Þar kom fram að eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu. Spurt var hvort hann eigi afturkvæmt í íslenskt samfélag. Margir sýndu Þóri samkennd á samfélagsmiðlum en á móti stigu einnig margir fram einkum á Twitter sem gagnrýndu Kveik fyrir að tala við geranda. Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona í Öfgum segir gagnrýnina skiljanlega. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál, en þurfum líka að taka inn í myndina að þolendum hefur verið útskúfað í tugi ára. Margir hafa ekki átt afturkvæmt inn í samfélagið. Hún segir að þolendur þurfi að fá sviðið núna. „Mér finnst kominn tími til að við gefum þolendum rými. Þetta er ekki endilega rétti tíminn til að opna á svona umræðu, þ.e. þegar það er ekki komið meira jafnvægi á umræðuna því þolendur ofbeldis liggja ennþá undir höggi,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þá að það eigi ekki að tala við gerendur í fjölmiðlum svarar Ólöf. „Við viljum auðvitað geta byggt upp samfélag þar sem fólk sem brýtur af sér komist aftur inn í samfélagið. En að okkar mati þarf gerandinn að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun svo hann eigi afturkvæmt. En það er ekki þar með sagt að hafir þú brotið á annarri manneskju að þú fáir forréttindin þín líka til baka. Það þarf að vega líka á móti umfjöllun hver áhrifin eru á þolendur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir báðum vinklum,“ segir Ólöf. Hún veltir fyrir sér hvort Vinnumálastofnun eigi mögulega að bjóða upp á úrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér og á erfitt uppdráttar í samfélaginu eftir það. „Hvernig getum við nálgast svona mál á faglegan hátt? Væri kannski sniðugt að bjóða upp á eitthvað endurhæfingarprógram fyrir menn eða konur sem brjóta svona af sér. Þar sem fólk fær tækifæri til betrunar,“ segir Ólöf Tara. Kynferðisofbeldi Jafnréttismál MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í gær og í morgun eftir umfjöllun og viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við Þóri Sæmundsson sem var á sínum tíma rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Þar kom fram að eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu. Spurt var hvort hann eigi afturkvæmt í íslenskt samfélag. Margir sýndu Þóri samkennd á samfélagsmiðlum en á móti stigu einnig margir fram einkum á Twitter sem gagnrýndu Kveik fyrir að tala við geranda. Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona í Öfgum segir gagnrýnina skiljanlega. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál, en þurfum líka að taka inn í myndina að þolendum hefur verið útskúfað í tugi ára. Margir hafa ekki átt afturkvæmt inn í samfélagið. Hún segir að þolendur þurfi að fá sviðið núna. „Mér finnst kominn tími til að við gefum þolendum rými. Þetta er ekki endilega rétti tíminn til að opna á svona umræðu, þ.e. þegar það er ekki komið meira jafnvægi á umræðuna því þolendur ofbeldis liggja ennþá undir höggi,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þá að það eigi ekki að tala við gerendur í fjölmiðlum svarar Ólöf. „Við viljum auðvitað geta byggt upp samfélag þar sem fólk sem brýtur af sér komist aftur inn í samfélagið. En að okkar mati þarf gerandinn að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun svo hann eigi afturkvæmt. En það er ekki þar með sagt að hafir þú brotið á annarri manneskju að þú fáir forréttindin þín líka til baka. Það þarf að vega líka á móti umfjöllun hver áhrifin eru á þolendur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir báðum vinklum,“ segir Ólöf. Hún veltir fyrir sér hvort Vinnumálastofnun eigi mögulega að bjóða upp á úrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér og á erfitt uppdráttar í samfélaginu eftir það. „Hvernig getum við nálgast svona mál á faglegan hátt? Væri kannski sniðugt að bjóða upp á eitthvað endurhæfingarprógram fyrir menn eða konur sem brjóta svona af sér. Þar sem fólk fær tækifæri til betrunar,“ segir Ólöf Tara.
Kynferðisofbeldi Jafnréttismál MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01