Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 12:03 Viðar telur að starfsfólk Eflingar hafi svipt Sóveigu Önnu ærunni opinberlega. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika." Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32
Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22