Að taka sér tíma Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 20:31 Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og mis greiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu. Það getur verið bæði óheppilegt og skaðlegt fyrir sjálfsmyndina að bera sig saman við aðra hvað varðar atriði eins og námsframvindu eða atvinnustöðu. Að taka lengri tíma, aðra leið, í að klára verkefnin framundan er nefnilega allt í lagi. Að vera lengur í námi en margir aðrir vegna þess að þú þarft að fara þér hægar er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú þegar prófavertíðin nálgast óðfluga er gagnlegt að hafa í huga að heimurinn fer ekkert á hliðina þótt maður falli á prófi. Virði einstaklingsins stendur ekki eða fellur við lokaeinkunn úr námsáfanga. Fyrir nokkrum árum upplifði ég mig ómögulega fyrir það eitt að falla á lokaprófi í bókfærslu. Ég sem hafði lagt mig svo vel fram yfir önnina. Einn aðili nefndi við mig að það væri ekkert að því að taka sér lengri tíma í það að sinna námi og sáði þennan dag fræjum vonar í huga minn með orðum sínum. Eftir stendur að ég þarf að sinna námi hægt og rólega og byggja ekki virði mitt á afkastagetu líkt og áður. Það er svo margt annað sem við höfum til brunns að bera í tilverunni heldur en afköst og framleiðni. Að gera minna og vera meira er oft í fínu lagi og minnkar streitu til muna. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og mis greiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu. Það getur verið bæði óheppilegt og skaðlegt fyrir sjálfsmyndina að bera sig saman við aðra hvað varðar atriði eins og námsframvindu eða atvinnustöðu. Að taka lengri tíma, aðra leið, í að klára verkefnin framundan er nefnilega allt í lagi. Að vera lengur í námi en margir aðrir vegna þess að þú þarft að fara þér hægar er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú þegar prófavertíðin nálgast óðfluga er gagnlegt að hafa í huga að heimurinn fer ekkert á hliðina þótt maður falli á prófi. Virði einstaklingsins stendur ekki eða fellur við lokaeinkunn úr námsáfanga. Fyrir nokkrum árum upplifði ég mig ómögulega fyrir það eitt að falla á lokaprófi í bókfærslu. Ég sem hafði lagt mig svo vel fram yfir önnina. Einn aðili nefndi við mig að það væri ekkert að því að taka sér lengri tíma í það að sinna námi og sáði þennan dag fræjum vonar í huga minn með orðum sínum. Eftir stendur að ég þarf að sinna námi hægt og rólega og byggja ekki virði mitt á afkastagetu líkt og áður. Það er svo margt annað sem við höfum til brunns að bera í tilverunni heldur en afköst og framleiðni. Að gera minna og vera meira er oft í fínu lagi og minnkar streitu til muna. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar