Fertugur Zlatan kom Milan á bragðið gegn góðvini sínum Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 22:00 Zlatan fagnar marki sínu í kvöld. UEFA Zlatan Ibrahimović skoraði fyrra mark AC Milan í 2-0 sigri liðsins á Roma í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í kvöld. Þá vann topplið Napoli 1-0 útisigur á Salernitana þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira
Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira