Sterkasta flugfreyja landsins býr í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2021 20:00 Anna Guðrún og þjálfari hennar, María Rún Þorsteinsdóttir hjá Crossfit Hengli í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Guðrún Halldórsdóttir í Hveragerði er líklega sterkasta flugfreyja landsins en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í Ólympskum lyftingum. Anna Guðrún, sem býr í Hveragerði með fjölskyldu sinni æfir hjá Crossfit Hengil í bæjarfélaginu á milli þess sem hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór nýlega fram í Hollandi. Anna er 52 ára. „Þetta var bara geggjað, ég náði þar fyrsta sæti í mínum þyngdarflokki og setti heimsmet og evrópumet, þannig að ég er bara drullu ánægð með þetta allt saman, ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er búið að vera svolítið strembið að æfa með vinnu en hefst allt saman. Ég er að æfa að lágmark fimm sinnum í viku og það gengur bara mjög vel,“ segir Anna Guðrún. Flugfreyjan og kraftakonan, Anna Guðrún í Hveragerði, sem nældi sér nýlega í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór fram í Hollandi í í Ólympskum lyftingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfari Önnu Guðrúnar, sem er annar eigandi stöðvarinnar í Hveragerði er að sjálfsögðu mjög stolt af sinni konu. „Já, hún koma að æfa hjá okkur fyrir níu árum síðan, labbaði hingað inn með Gunnari sínum og vildi koma að æfa, hún var nýflutt í Hveragerði. Við sáum strax að hún er mjög sterk, hún er gömul handboltakempa. Við vissum alveg að hún ætti möguleika á þessu heimsmeti og við settum upp með það að hún myndi setja heimsmet í snörun,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir, Crossfit þjálfari Önnu Guðrúnar Anna Guðrún hitar sig upp fyrir hverja æfingu með alls konar æfingum, hún er til dæmis mjög öflug í armbeygjum og góð í að sippa. En hvernig er að vera flugfreyja og svona rosalega sterk? „Það er bara geggjað, ég get allavega aðstoðað alla með handfarangur og annað, þannig að það er bara fínt,“ segir Anna Guðrún skellihlæjandi. Anna Guðrún hefur unnið til fjölda verðlauna og var m.a. kjörin íþróttamaður Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði CrossFit Icelandair Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Sjá meira
Anna Guðrún, sem býr í Hveragerði með fjölskyldu sinni æfir hjá Crossfit Hengil í bæjarfélaginu á milli þess sem hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór nýlega fram í Hollandi. Anna er 52 ára. „Þetta var bara geggjað, ég náði þar fyrsta sæti í mínum þyngdarflokki og setti heimsmet og evrópumet, þannig að ég er bara drullu ánægð með þetta allt saman, ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er búið að vera svolítið strembið að æfa með vinnu en hefst allt saman. Ég er að æfa að lágmark fimm sinnum í viku og það gengur bara mjög vel,“ segir Anna Guðrún. Flugfreyjan og kraftakonan, Anna Guðrún í Hveragerði, sem nældi sér nýlega í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór fram í Hollandi í í Ólympskum lyftingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfari Önnu Guðrúnar, sem er annar eigandi stöðvarinnar í Hveragerði er að sjálfsögðu mjög stolt af sinni konu. „Já, hún koma að æfa hjá okkur fyrir níu árum síðan, labbaði hingað inn með Gunnari sínum og vildi koma að æfa, hún var nýflutt í Hveragerði. Við sáum strax að hún er mjög sterk, hún er gömul handboltakempa. Við vissum alveg að hún ætti möguleika á þessu heimsmeti og við settum upp með það að hún myndi setja heimsmet í snörun,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir, Crossfit þjálfari Önnu Guðrúnar Anna Guðrún hitar sig upp fyrir hverja æfingu með alls konar æfingum, hún er til dæmis mjög öflug í armbeygjum og góð í að sippa. En hvernig er að vera flugfreyja og svona rosalega sterk? „Það er bara geggjað, ég get allavega aðstoðað alla með handfarangur og annað, þannig að það er bara fínt,“ segir Anna Guðrún skellihlæjandi. Anna Guðrún hefur unnið til fjölda verðlauna og var m.a. kjörin íþróttamaður Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði CrossFit Icelandair Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Sjá meira