„Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 13:29 Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands. Vísir Dósent í stjórnsýslurétti segir að það verði að vera ljóst að ágalli á meðferð kjörgagna hafi raunverulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, ef hrófla eigi við niðurstöðunni. Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01
Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45