Veldur hver á heldur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 30. október 2021 14:01 Mig langar að leggja orð í belg í þá umræðu um byrlunarfaraldur þann sem kallaður er. Nú eru uppi hugmyndir um það hvort leyfa eigi líkamsleit við skemmti-og samkomustaði til að sporna við því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Áður en við gefumst siðfárinu (e. moral panic) (Takk fyrir þessa orðsmíð Pétur Þorsteinsson) á vald og hættum að þora út á meðal fólks ellegar sæta líkamsleit eru nokkrir þættir sem mætti velta upp ss. eins og hvort hugsanlega séu í einhverjum tilfellum aðrir hlutir sem spila inn í. Áfengi er efni sem fólk ætti aldrei að neyta á fastandi maga, þreytt og illa fyrir kallað og helst aldrei samhliða sumum lyfjum. Það eru margreynd vísindi að bæði SSRI lyf þ.e algeng þunglyndislyf og bensólyf ss. eins og hið vinsæla kvíðalyf Sobril eru afskaplega óheppileg í félagi við áfengi. Mörg önnur vel þekkt lyf hafa einnig neikvæða verkun á áhrif áfengis í blóðinu en af öðrum lyfjum en fyrrnefndum hef ég ekki persónulega reynslu og get því ekki tjáð mig um það af neinu viti. Meðan ég var og drakk þá tók ég bæði þunglyndislyf og kvíðalyf um þriggja ára skeið og það er sá tími sem mig langar til að segja ykkur frá. Það eru tæplega 10 ár síðan ég hætti að nota áfengi og og enn lengra síðan ég notaði uppáskrifuð þunglyndis-og kvíðalyf að staðaldri en þessi reynsla er mér engu að síður í fersku minni vegna þess hversu óhugguleg hún var. Það gerðist oftar en ég vil muna að ég fór í blackout þrátt fyrir að drekka bara 2-3 rauðvínsglös með mat að kvöldi. Ég vaknaði að morgni og mundi ekki hvernig ég hafði komist í rúmið og fékk að heyra að ég hefði jafnvel gengið frá í eldhúsinu, sett í þvottavél, horft á hálfa bíómynd og staðið í hrókasamræðum við bónda minn áður en ég sofnaði friðsæl á koddanum. Ég lenti líka í því að sjá að morgni að ég hafði svarað tölvupóstum að kvöldlagi og furðulega vel stíluðum og rökréttum án þess að muna nokkuð eftir því að hafa gert það. Ég sýndi af mér á stundum undir áhrifum áfengis og ofangreindra lyfja kynferðislega tilburði og áhættuhegðun sem fengju nektardansara og stuntleikara til að roðna af skömm og mundi ekkert af því næsta morgun. Einhverskonar siðrof. Ég upplifði líka skelfilega hluti, eins og að skottast út í búð að kvöldlagi, að mér fannst lítið drukkin og vakna til sjálfrar mín eins og úr öðrum heimi eftir að hafa hlaupið í sjálfstortímingarham yfir hraðbraut í Los Angeles. Hvers vegna er ég að deila þessu með ykkur. Ekki vegna þess að ég haldi að það komi ekki fyrir að óprúttnir aðilar reyni að koma vilja sínum fram með ýmsum leiðum. Ég veit hinsvegar að ég var einfaldlega ljónheppin að hafa aldrei á umræddum tíma verið í þeim aðstæðum að aðrir gerðu mér eitthvað sem ég gat ekki spornað við eða gerði eitthvað sem ég gat ekki fyrirgefið mér vegna neyslu minnar. Ég deili þessu ekki vegna þess að ég telji mig sérfræðing í því hvað lyfja- og áfengisneysla getur haft í för með sér en ég er þakklát fyrir að vera til frásagnar um mína persónulegu reynslu af lyfja- og áfengisneyslu án þess að hafa gert sjálfri mér eða öðrum til alvarlegra miska. Eftir stendur að ég bar alla ábyrgð á því sjálf fullorðin manneskjan að neyta áfengis ofan í lyf sem vandlega er varað við af læknum og á leiðbeiningum að gera. Það mætti að mínu mati í samfélagi sem borðar þau ógrynni af þunglyndis og kvíðalyfjum brýna fyrir fólki þá áhættu sem því fylgir að nota áfengi þeim samhliða. Það er drullufúlt í þeim áfengiskúltúr sem hér er í hávegum hafður að geta ekki drukkið sér til skemmtunar samfara ýmsum lyfjum en því miður er það reynsla mín og margra annarrar auk þess að vera vísindalega sannað að samverkun kvíða og þunglyndislyfja með áfengi getur valdið margföldun áfengisáhrifa, óeðlilegri syfju, óstjórn á hreyfingum, raddslöri, gleymsku, oflæti, óeðlilegri hvatvísi og óvanalega ósæmilegri hegðun, hreinu siðrofi, brengluðu tímaskyni, óvæntri og bráðri ofbeldishneigð og svo hreinu og kláru minnistapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Mig langar að leggja orð í belg í þá umræðu um byrlunarfaraldur þann sem kallaður er. Nú eru uppi hugmyndir um það hvort leyfa eigi líkamsleit við skemmti-og samkomustaði til að sporna við því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Áður en við gefumst siðfárinu (e. moral panic) (Takk fyrir þessa orðsmíð Pétur Þorsteinsson) á vald og hættum að þora út á meðal fólks ellegar sæta líkamsleit eru nokkrir þættir sem mætti velta upp ss. eins og hvort hugsanlega séu í einhverjum tilfellum aðrir hlutir sem spila inn í. Áfengi er efni sem fólk ætti aldrei að neyta á fastandi maga, þreytt og illa fyrir kallað og helst aldrei samhliða sumum lyfjum. Það eru margreynd vísindi að bæði SSRI lyf þ.e algeng þunglyndislyf og bensólyf ss. eins og hið vinsæla kvíðalyf Sobril eru afskaplega óheppileg í félagi við áfengi. Mörg önnur vel þekkt lyf hafa einnig neikvæða verkun á áhrif áfengis í blóðinu en af öðrum lyfjum en fyrrnefndum hef ég ekki persónulega reynslu og get því ekki tjáð mig um það af neinu viti. Meðan ég var og drakk þá tók ég bæði þunglyndislyf og kvíðalyf um þriggja ára skeið og það er sá tími sem mig langar til að segja ykkur frá. Það eru tæplega 10 ár síðan ég hætti að nota áfengi og og enn lengra síðan ég notaði uppáskrifuð þunglyndis-og kvíðalyf að staðaldri en þessi reynsla er mér engu að síður í fersku minni vegna þess hversu óhugguleg hún var. Það gerðist oftar en ég vil muna að ég fór í blackout þrátt fyrir að drekka bara 2-3 rauðvínsglös með mat að kvöldi. Ég vaknaði að morgni og mundi ekki hvernig ég hafði komist í rúmið og fékk að heyra að ég hefði jafnvel gengið frá í eldhúsinu, sett í þvottavél, horft á hálfa bíómynd og staðið í hrókasamræðum við bónda minn áður en ég sofnaði friðsæl á koddanum. Ég lenti líka í því að sjá að morgni að ég hafði svarað tölvupóstum að kvöldlagi og furðulega vel stíluðum og rökréttum án þess að muna nokkuð eftir því að hafa gert það. Ég sýndi af mér á stundum undir áhrifum áfengis og ofangreindra lyfja kynferðislega tilburði og áhættuhegðun sem fengju nektardansara og stuntleikara til að roðna af skömm og mundi ekkert af því næsta morgun. Einhverskonar siðrof. Ég upplifði líka skelfilega hluti, eins og að skottast út í búð að kvöldlagi, að mér fannst lítið drukkin og vakna til sjálfrar mín eins og úr öðrum heimi eftir að hafa hlaupið í sjálfstortímingarham yfir hraðbraut í Los Angeles. Hvers vegna er ég að deila þessu með ykkur. Ekki vegna þess að ég haldi að það komi ekki fyrir að óprúttnir aðilar reyni að koma vilja sínum fram með ýmsum leiðum. Ég veit hinsvegar að ég var einfaldlega ljónheppin að hafa aldrei á umræddum tíma verið í þeim aðstæðum að aðrir gerðu mér eitthvað sem ég gat ekki spornað við eða gerði eitthvað sem ég gat ekki fyrirgefið mér vegna neyslu minnar. Ég deili þessu ekki vegna þess að ég telji mig sérfræðing í því hvað lyfja- og áfengisneysla getur haft í för með sér en ég er þakklát fyrir að vera til frásagnar um mína persónulegu reynslu af lyfja- og áfengisneyslu án þess að hafa gert sjálfri mér eða öðrum til alvarlegra miska. Eftir stendur að ég bar alla ábyrgð á því sjálf fullorðin manneskjan að neyta áfengis ofan í lyf sem vandlega er varað við af læknum og á leiðbeiningum að gera. Það mætti að mínu mati í samfélagi sem borðar þau ógrynni af þunglyndis og kvíðalyfjum brýna fyrir fólki þá áhættu sem því fylgir að nota áfengi þeim samhliða. Það er drullufúlt í þeim áfengiskúltúr sem hér er í hávegum hafður að geta ekki drukkið sér til skemmtunar samfara ýmsum lyfjum en því miður er það reynsla mín og margra annarrar auk þess að vera vísindalega sannað að samverkun kvíða og þunglyndislyfja með áfengi getur valdið margföldun áfengisáhrifa, óeðlilegri syfju, óstjórn á hreyfingum, raddslöri, gleymsku, oflæti, óeðlilegri hvatvísi og óvanalega ósæmilegri hegðun, hreinu siðrofi, brengluðu tímaskyni, óvæntri og bráðri ofbeldishneigð og svo hreinu og kláru minnistapi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar