Framkvæmdastjóri ÍR ákærður fyrir að draga sér fé og strauja kortið fyrir milljónir Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 10:25 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært Árna Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í ákæru kemur fram að Árni eigi að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Sé litið til þess ákæruliðs sem snýr að fjárdrætti má sjá að Árni hafi greitt reikninga í eigin þágu af bankareikningi ÍR, samtals að fjárhæð 661 þúsund krónur. Var um fjórar færslur að ræða, sú hæsta í Ormsson fyrir 320 þúsund krónur. Auk þess á hann á árunum 2018 og 2019 í ellefu tilvikum að hafa millifært af bankareikningi ÍR og inn á eigin reikning, samtals fyrir 2,5 milljónir króna. Námu færslurnar á bilinu 55 til 360 þúsund króna. Golfferð, hótel og málmsteypa Árni er einnig ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og í alls 28 skipti notað kreditkort félagsins heimildarleysi til kaupa á vörum og þjónustu til eigin atvika. Færslurnar námu á bilinu fimm til 351 þúsund, samtals tæpar 1,5 milljónir króna og var kortið meðal annars nýtt til greiðslu reikninga vegna golfferðar, í golfverslun, hótelum og málmsteypu. Þá er Árni ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa aflað sjálfum sér ávinnings af fyrrgreindum brotum, samtals að fjárhæð 4,7 milljónir króna og í kjölfarið geymt eða nýtt ávinninginn í eigin þágu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hætti í nóvember 2019 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar en upp hafði komist um fjárdráttinn í byrjun vetrar. Árni hafði þá látið af störfum eftir fund aðalstjórnar og Árna um miðjan nóvember 2019. Lögreglumál Reykjavík ÍR Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í ákæru kemur fram að Árni eigi að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Sé litið til þess ákæruliðs sem snýr að fjárdrætti má sjá að Árni hafi greitt reikninga í eigin þágu af bankareikningi ÍR, samtals að fjárhæð 661 þúsund krónur. Var um fjórar færslur að ræða, sú hæsta í Ormsson fyrir 320 þúsund krónur. Auk þess á hann á árunum 2018 og 2019 í ellefu tilvikum að hafa millifært af bankareikningi ÍR og inn á eigin reikning, samtals fyrir 2,5 milljónir króna. Námu færslurnar á bilinu 55 til 360 þúsund króna. Golfferð, hótel og málmsteypa Árni er einnig ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og í alls 28 skipti notað kreditkort félagsins heimildarleysi til kaupa á vörum og þjónustu til eigin atvika. Færslurnar námu á bilinu fimm til 351 þúsund, samtals tæpar 1,5 milljónir króna og var kortið meðal annars nýtt til greiðslu reikninga vegna golfferðar, í golfverslun, hótelum og málmsteypu. Þá er Árni ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa aflað sjálfum sér ávinnings af fyrrgreindum brotum, samtals að fjárhæð 4,7 milljónir króna og í kjölfarið geymt eða nýtt ávinninginn í eigin þágu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hætti í nóvember 2019 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar en upp hafði komist um fjárdráttinn í byrjun vetrar. Árni hafði þá látið af störfum eftir fund aðalstjórnar og Árna um miðjan nóvember 2019.
Lögreglumál Reykjavík ÍR Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira