Þórólfur: Mögulegt að endurskoða þurfi afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2021 12:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/egill Áttatíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur mögulegt að endurskoða þurfi áætlanir um afléttingar. Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira