Hvolpasveitin í Valsliðinu tekin fyrir í Seinni bylgjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 12:00 Seinni bylgjan fékk senda þessa mynd af Hvolpasveit Valsmanna. Seinni bylgjan Valsmenn eru með fullt hús á toppi Olís deildar karla í handbolta og það þrátt fyrir að vera missa menn út í meiðsli. Seinni bylgjan fór yfir hvað sé að skila þessu hjá Hlíðarendaliðinu. Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira