Skólinn hefur það hlutverk að þjóna þörfum barna en ekki atvinnulífs Anna María Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2021 22:01 Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun