Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:16 Hundruð ef ekki þúsundir Súdana hafa leitað á götur út til að mótmæla valdaráni hersins sem framið var í morgun. Minnst þrír hafa fallið og áttatíu særst samkvæmt upplýsingum frá Samtökum súdanskra lækna. AP Photo/Ashraf Idris Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um valdaránið. Samband lækna í Súdan birti færslu á Facebook í dag þar sem fram kemur að minnst þrír hafi fallið eftir að hafa verið skotnir í átökum við herinn. Þá hafi minnst áttatíu særst í átökunum. Greint var frá því í morgun að nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans hafi verið handteknir á heimilum sínum í nótt. Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar til að koma á lýðræði í landinu eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga setu á valdastóli fyrir tveimur árum síðan. Abdel Fattah al-Burhan, herforingi og formaður ráðs sem herinn og almenningur áttu sæti í, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í landinu og hvatti herinn til að tryggja öryggi landsmanna. Fregnir hafa borist af því að fulltrúar almennings í ráðinu sem al-Burhan fer fyrir hafi verið handteknir. „Við lofum því að herinn mun standa við að koma á lýðræði í landinu og að almenningur muni fá að kjósa í ríkisstjórn,“ sagði hann og boðaði kosningar í júlí 2023. Hamdok forsætisráðherra er haldið ásamt nokkrum ráðherra sinna á óþekktum stað en hann er sagður neita að gefa út yfirlýsingu um stuðning við herinn. Þetta sagði í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins sem virðist enn undir stjórn stuðningsmanna Hamdoks. Ráðuneytið kallaði yfirlýsingu al-Burhans merki um valdarán hersins og kallaði eftir að almenningur streitist á móti. Tugir þúsunda hafa í dag leitað á götur út og mótmælt hernum en þeim mætt kúlnahríð, að minnsta kosti í höfuðborginni Khartoum. Í borginni Omdurman hafa mótmælendur sett upp vegatálma og kalla þeir nú eftir því að almenningur fái að stjórna landinu, í fyrsta sinn í áratugi. Fréttin var uppfærð með nýjum tölum frá Sambandi súdanskra lækna. Súdan Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um valdaránið. Samband lækna í Súdan birti færslu á Facebook í dag þar sem fram kemur að minnst þrír hafi fallið eftir að hafa verið skotnir í átökum við herinn. Þá hafi minnst áttatíu særst í átökunum. Greint var frá því í morgun að nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans hafi verið handteknir á heimilum sínum í nótt. Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar til að koma á lýðræði í landinu eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga setu á valdastóli fyrir tveimur árum síðan. Abdel Fattah al-Burhan, herforingi og formaður ráðs sem herinn og almenningur áttu sæti í, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í landinu og hvatti herinn til að tryggja öryggi landsmanna. Fregnir hafa borist af því að fulltrúar almennings í ráðinu sem al-Burhan fer fyrir hafi verið handteknir. „Við lofum því að herinn mun standa við að koma á lýðræði í landinu og að almenningur muni fá að kjósa í ríkisstjórn,“ sagði hann og boðaði kosningar í júlí 2023. Hamdok forsætisráðherra er haldið ásamt nokkrum ráðherra sinna á óþekktum stað en hann er sagður neita að gefa út yfirlýsingu um stuðning við herinn. Þetta sagði í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins sem virðist enn undir stjórn stuðningsmanna Hamdoks. Ráðuneytið kallaði yfirlýsingu al-Burhans merki um valdarán hersins og kallaði eftir að almenningur streitist á móti. Tugir þúsunda hafa í dag leitað á götur út og mótmælt hernum en þeim mætt kúlnahríð, að minnsta kosti í höfuðborginni Khartoum. Í borginni Omdurman hafa mótmælendur sett upp vegatálma og kalla þeir nú eftir því að almenningur fái að stjórna landinu, í fyrsta sinn í áratugi. Fréttin var uppfærð með nýjum tölum frá Sambandi súdanskra lækna.
Súdan Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira