Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 13:15 Tölvuþrjótarnir eru að reyna að nota stóran gagnagrunn stolinna lykilorða til að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Getty Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. Árásin beinist gegn skýþjónustu Microsoft og hefur fyrirtækið varað forsvarsmenn rúmlega sex hundruð stofnana og fyrirtækja við um það bil 23 þúsund tilraunum til að komast inn í kerfi þeirra. New York Times segir bandaríska embættismenn hafa staðfest að árásin standi yfir. Microsoft hefur ekki sagt hvort árásin sé vel heppnuð. Tölvuþrjótar þessir eru sagðir vera á vegum SVR (áður KGB) og hafa þeir margsinnis áður verið bendlaðir við tölvuárásir sem þessar. Meðal annars brutu tölvuþrjótar stofnunarinnar sér leið inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og stóðu við SolarWinds árásina, sem var gríðarstór. Í SolarWinds árásinni komust tölvuþrjótarnir inn í kerfi fyrirtækis sem selur stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til að stjórna tölvukerfum. Því tóli breyttu þeir svo þrjótarnir öðluðust aðgang að fjölda tölvukerfa án þess að nokkur yrði þess var. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Að þessu sinni eru tölvuþrjótarnir rússnesku sagðir beita stórum gagnagrunni stolinna lykilorða til að reyna að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, rak tíu rússneska erindreka úr landi í apríl og beitti refsiaðgerðum gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Það var meðal annars gert vegna tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Embættismenn Í Bandaríkjunum segjast vera að spýta í lófana varðandi tölvuárásir sem þessar. Sérstaklega með tilliti til fjölgunar gagnagíslatökuárása, sem eru margar gerðar af rússneskum tölvuþrjótum. Ríkisstjórn Bidens hefur lagt til aðgerðir til að gera árásir sem þessar mun erfiðari. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Microsoft Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Árásin beinist gegn skýþjónustu Microsoft og hefur fyrirtækið varað forsvarsmenn rúmlega sex hundruð stofnana og fyrirtækja við um það bil 23 þúsund tilraunum til að komast inn í kerfi þeirra. New York Times segir bandaríska embættismenn hafa staðfest að árásin standi yfir. Microsoft hefur ekki sagt hvort árásin sé vel heppnuð. Tölvuþrjótar þessir eru sagðir vera á vegum SVR (áður KGB) og hafa þeir margsinnis áður verið bendlaðir við tölvuárásir sem þessar. Meðal annars brutu tölvuþrjótar stofnunarinnar sér leið inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og stóðu við SolarWinds árásina, sem var gríðarstór. Í SolarWinds árásinni komust tölvuþrjótarnir inn í kerfi fyrirtækis sem selur stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til að stjórna tölvukerfum. Því tóli breyttu þeir svo þrjótarnir öðluðust aðgang að fjölda tölvukerfa án þess að nokkur yrði þess var. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Að þessu sinni eru tölvuþrjótarnir rússnesku sagðir beita stórum gagnagrunni stolinna lykilorða til að reyna að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, rak tíu rússneska erindreka úr landi í apríl og beitti refsiaðgerðum gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Það var meðal annars gert vegna tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Embættismenn Í Bandaríkjunum segjast vera að spýta í lófana varðandi tölvuárásir sem þessar. Sérstaklega með tilliti til fjölgunar gagnagíslatökuárása, sem eru margar gerðar af rússneskum tölvuþrjótum. Ríkisstjórn Bidens hefur lagt til aðgerðir til að gera árásir sem þessar mun erfiðari.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Microsoft Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira