Ögurstund í lífskjörum Drífa Snædal skrifar 22. október 2021 13:00 Núna er tímapunkturinn þar sem afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar Covid-kreppunnar. Við sáum það í nýafstaðinni kosningabaráttu að sumir frambjóðendur lögðu áherslu á „að loka gatinu“, þ.e. að greiða hratt upp skuldir ríkisins. Aðrir vildu sýna þrautseigju og setja í forgang að vernda sameiginlegar eignir og velferðarkerfið. ASÍ varaði við því strax í upphafi fársins að þessi staða myndi koma upp og við þyrftum að sammælast um að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur eða selja ríkiseigur. Sú áhersla sem verkalýðshreyfingin lagði á að vernda kaupmátt almennings í gegnum kreppuna hefur enda skilað sér með þeim hætti að samdrátturinn beit almenning minna en ella. Sú staðreynd varð svo aftur til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Nú eru blikur á lofti: Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa í þessu árferði og eðlilega er uppi krafa um að halda vöxtum lágum. Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld að draga úr álögum á innfluttum nauðsynjavörum til að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Í þriðja lagi þá er það svo að þær hrávörur sem framleiddar eru hér á landi, fiskurinn og álið, hækka líka í verði. Við erum því enn og aftur í þeirri stöðu að krefjast þess að verðmætin sem skapast í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið allt í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld. Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Núna er tímapunkturinn þar sem afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar Covid-kreppunnar. Við sáum það í nýafstaðinni kosningabaráttu að sumir frambjóðendur lögðu áherslu á „að loka gatinu“, þ.e. að greiða hratt upp skuldir ríkisins. Aðrir vildu sýna þrautseigju og setja í forgang að vernda sameiginlegar eignir og velferðarkerfið. ASÍ varaði við því strax í upphafi fársins að þessi staða myndi koma upp og við þyrftum að sammælast um að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur eða selja ríkiseigur. Sú áhersla sem verkalýðshreyfingin lagði á að vernda kaupmátt almennings í gegnum kreppuna hefur enda skilað sér með þeim hætti að samdrátturinn beit almenning minna en ella. Sú staðreynd varð svo aftur til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Nú eru blikur á lofti: Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa í þessu árferði og eðlilega er uppi krafa um að halda vöxtum lágum. Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld að draga úr álögum á innfluttum nauðsynjavörum til að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Í þriðja lagi þá er það svo að þær hrávörur sem framleiddar eru hér á landi, fiskurinn og álið, hækka líka í verði. Við erum því enn og aftur í þeirri stöðu að krefjast þess að verðmætin sem skapast í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið allt í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld. Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar