Rakel Dögg: Þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 20:18 Rakel Dögg Bragadóttir var mjög ánægð með fyrri hálfleikinn gegn Val en ekki jafn ánægð með þann seinni. vísir/vilhelm Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. Stjörnukonur voru yfir í hálfleik, 15-13, en töpuðu seinni hálfleiknum með tíu mörkum, 18-8, og leiknum, 23-31. „Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrynjum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrynjum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira