„Hann er að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu“ Snorri Másson skrifar 20. október 2021 20:31 Bílstjóri hjá Strætó bs. keyrir ekki á meðan mál hans er til athugunar. Hann liggur undir ámæli fyrir að hafa birt af sér myndband í símanum undir stýri. TikTok Strætóbílstjóri sem tók upp myndband fyrir samfélagsmiðla undir stýri fær ekki að aka á meðan unnið er úr máli hans innan Strætó bs. Fordæmi eru fyrir því að bílstjórar séu áminntir eða reknir fyrir annað eins. Myndbandið birti bílstjórinn á samfélagsmiðlinum TikTok og eftir að fólk hóf að ræða það á samfélagsmiðlum, barst Strætó bs. fjöldi ábendinga um málið. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að málið sé komið í formlegan farveg. „Við horfum á þetta sem algert dómgreindarleysi. Hann er þarna að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu, því það er stórhættulegt auðvitað að vera í símanum á meðan þú ert að keyra. Það er alveg skýrt hérna í reglunum, þú átt ekki að vera í símanum á meðan þú ert að keyra, sérstaklega á svona stóru og þungu ökutæki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi segir að það hafi verið erfitt að horfa á myndband af strætóbílstjóra í símanum undir stýri.Stöð 2/Egill Máli bílstjórans hefur þegar verið vísað til deildarstjóra innan Strætó og er nú að sögn Guðmundar komið í réttan farveg innanhúss. Hann segir að bílstjórinn fái ekki að aka á meðan farið er yfir málið með honum. Hvernig má sjá fyrir sér framtíð bílstjóra sem gerir svona? „Það er allur gangur á því. Það fer eftir sögu bílstjórans líka. Ég get ekki farið út í það í fjölmiðlum hvað verður gert hér en fólk hefur verið áminnt og fólk hefur jafnvel verið rekið úr starfi fyrir að vera í símanum. Þannig að við leyfum þessu bara að fara rétta leið,“ segir Guðmundur. Myndbandið gæti einnig orðið að lögreglumáli, enda liggur fjörutíu þúsund króna sekt við að nota fjarskiptabúnað undir stýri. Sú sekt var snarhækkuð fyrir um tveimur árum enda útbreitt vandamál að síminn trufli ökumenn við akstur. Breytt 22.10: Upphaflega sagði í fréttinni að bílstjórinn fengi að aka þrátt fyrir myndbirtinguna en rétt er að hann ekur ekki fyrr en skoðun á máli hans er lokið. Strætó Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Myndbandið birti bílstjórinn á samfélagsmiðlinum TikTok og eftir að fólk hóf að ræða það á samfélagsmiðlum, barst Strætó bs. fjöldi ábendinga um málið. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að málið sé komið í formlegan farveg. „Við horfum á þetta sem algert dómgreindarleysi. Hann er þarna að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu, því það er stórhættulegt auðvitað að vera í símanum á meðan þú ert að keyra. Það er alveg skýrt hérna í reglunum, þú átt ekki að vera í símanum á meðan þú ert að keyra, sérstaklega á svona stóru og þungu ökutæki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi segir að það hafi verið erfitt að horfa á myndband af strætóbílstjóra í símanum undir stýri.Stöð 2/Egill Máli bílstjórans hefur þegar verið vísað til deildarstjóra innan Strætó og er nú að sögn Guðmundar komið í réttan farveg innanhúss. Hann segir að bílstjórinn fái ekki að aka á meðan farið er yfir málið með honum. Hvernig má sjá fyrir sér framtíð bílstjóra sem gerir svona? „Það er allur gangur á því. Það fer eftir sögu bílstjórans líka. Ég get ekki farið út í það í fjölmiðlum hvað verður gert hér en fólk hefur verið áminnt og fólk hefur jafnvel verið rekið úr starfi fyrir að vera í símanum. Þannig að við leyfum þessu bara að fara rétta leið,“ segir Guðmundur. Myndbandið gæti einnig orðið að lögreglumáli, enda liggur fjörutíu þúsund króna sekt við að nota fjarskiptabúnað undir stýri. Sú sekt var snarhækkuð fyrir um tveimur árum enda útbreitt vandamál að síminn trufli ökumenn við akstur. Breytt 22.10: Upphaflega sagði í fréttinni að bílstjórinn fengi að aka þrátt fyrir myndbirtinguna en rétt er að hann ekur ekki fyrr en skoðun á máli hans er lokið.
Strætó Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30