Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 09:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira