Kári vill taka áhættuna Snorri Másson skrifar 18. október 2021 19:27 Kári Stefánsson hefur lagst yfir málið og komist að niðurstöðu: Það er kominn tími á allsherjarafléttingu. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson segir tímabært að Íslendingar taki þá áhættu að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum. Stjórnvöld taka afstöðu til næstu skrefa á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Íslendingar hafa lifað við samkomutakmarkanir í að verða þrjá mánuði en nú er líklega að verða breyting þar á. Sóttvarnalæknir hefur sent ríkisstjórninni tillögur að næstu skrefum. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í margþættar aðgerðir til að búa spítalann undir álag vegna faraldursins. Þar eru ríkisstjórninni gefnir þrír valkostir, sem eru reyndar vel að merkja einu þrír valkostirnir í stöðunni á meðan ekki er til umræðu að herða tökin; að halda í óbreytt ástand, að ráðast í tilslakanir í skrefum, eða að aflétta einfaldlega öllu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst ekki átta sig alveg á því hvers vegna Þórólfur gefur ríkisstjórninni eins frjálsar hendur í þetta skiptið. „En hann hefur sjálfsagt sínar ástæður,“ segir Kári. „Mér hefði fundist að við hefðum átt að aflétta öllum takmörkunum innanlands fyrir löngu síðan.“ Þórólfur hefur tekið skýrt fram að hann miði sínar tillögur við getu Landspítalans til að takast á við faraldur hverju sinni. Í minnisblaði frá Landspítala kemur fram að gert sé ráð fyrir fleiri innlögnum ef veikum fjölgar vegna Covid-19 - þar hefur verið reiknað út til hlítar hvað þarf til að færa spítalann aftur á hættustig. Það eru mun fleiri veikir en nú eru. „Við verðum ósköp einfaldlega að taka þá áhættu að lifa frjálsu lífi í þessu landi en ég held að líkurnar á því að spítalinn sökkvi núna séu orðnar tiltölulega litlar,“ segir Kári. Heilbrigðisráðherra gerði í dag grein fyrir margþættum aðgerðum sem ráðist hefur verið í til að létta álag á Landspítalanum með ýmsu móti. Koma á upp hágæslurýmum, liðka fyrir útskriftum og annað í þeim dúr. Aðeins ein sekt á þremur mánuðum Enda þótt ýmsar reglur hafi verið við lýði síðustu mánuði, eins og grímuskylda þar sem eins metra fjarlægð verður ekki tryggð, er ljóst að þeim er víðast hvar ekki fylgt - og heldur ekki ævinlega fylgt eftir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þannig aðeins lokið einu máli með sekt á síðustu þremur mánuðum vegna brota á sóttvarnareglum, af 17 skráðum brotum. Finnst þér fólk vera að gæta sóttvarna í samfélaginu? Hertar aðgerðir í mars 2021. Þórólfur lagði sjálfur til allsherjarafléttingu í júní 2021 en það kom í bakið á landsmönnum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verulega slakað á því. Menn eru hættir að nota grímur og hættir að fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Það er ekki í fyrsta skipti sem það er, þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur. „Mér finnst eins og menn líti svo á að þetta sé bara búið og mér finnst að menn tali bara eins og þetta sé alveg búið. Mér finnst það nú svolítið óábyrgt, að tala þannig,“ heldur Þórólfur áfram. Á þeim nótum lyftir Kári upp sprittbrúsa og segir: „Ég er meira að segja reiðubúinn að gerast svo glannalegur að halda því fram að eina gagnið af svona sprittbrúsa í dag sé að drekka innihaldið.“ Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að það segir vísindamaðurinn í algjöru gamni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Íslendingar hafa lifað við samkomutakmarkanir í að verða þrjá mánuði en nú er líklega að verða breyting þar á. Sóttvarnalæknir hefur sent ríkisstjórninni tillögur að næstu skrefum. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í margþættar aðgerðir til að búa spítalann undir álag vegna faraldursins. Þar eru ríkisstjórninni gefnir þrír valkostir, sem eru reyndar vel að merkja einu þrír valkostirnir í stöðunni á meðan ekki er til umræðu að herða tökin; að halda í óbreytt ástand, að ráðast í tilslakanir í skrefum, eða að aflétta einfaldlega öllu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst ekki átta sig alveg á því hvers vegna Þórólfur gefur ríkisstjórninni eins frjálsar hendur í þetta skiptið. „En hann hefur sjálfsagt sínar ástæður,“ segir Kári. „Mér hefði fundist að við hefðum átt að aflétta öllum takmörkunum innanlands fyrir löngu síðan.“ Þórólfur hefur tekið skýrt fram að hann miði sínar tillögur við getu Landspítalans til að takast á við faraldur hverju sinni. Í minnisblaði frá Landspítala kemur fram að gert sé ráð fyrir fleiri innlögnum ef veikum fjölgar vegna Covid-19 - þar hefur verið reiknað út til hlítar hvað þarf til að færa spítalann aftur á hættustig. Það eru mun fleiri veikir en nú eru. „Við verðum ósköp einfaldlega að taka þá áhættu að lifa frjálsu lífi í þessu landi en ég held að líkurnar á því að spítalinn sökkvi núna séu orðnar tiltölulega litlar,“ segir Kári. Heilbrigðisráðherra gerði í dag grein fyrir margþættum aðgerðum sem ráðist hefur verið í til að létta álag á Landspítalanum með ýmsu móti. Koma á upp hágæslurýmum, liðka fyrir útskriftum og annað í þeim dúr. Aðeins ein sekt á þremur mánuðum Enda þótt ýmsar reglur hafi verið við lýði síðustu mánuði, eins og grímuskylda þar sem eins metra fjarlægð verður ekki tryggð, er ljóst að þeim er víðast hvar ekki fylgt - og heldur ekki ævinlega fylgt eftir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þannig aðeins lokið einu máli með sekt á síðustu þremur mánuðum vegna brota á sóttvarnareglum, af 17 skráðum brotum. Finnst þér fólk vera að gæta sóttvarna í samfélaginu? Hertar aðgerðir í mars 2021. Þórólfur lagði sjálfur til allsherjarafléttingu í júní 2021 en það kom í bakið á landsmönnum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verulega slakað á því. Menn eru hættir að nota grímur og hættir að fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Það er ekki í fyrsta skipti sem það er, þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur. „Mér finnst eins og menn líti svo á að þetta sé bara búið og mér finnst að menn tali bara eins og þetta sé alveg búið. Mér finnst það nú svolítið óábyrgt, að tala þannig,“ heldur Þórólfur áfram. Á þeim nótum lyftir Kári upp sprittbrúsa og segir: „Ég er meira að segja reiðubúinn að gerast svo glannalegur að halda því fram að eina gagnið af svona sprittbrúsa í dag sé að drekka innihaldið.“ Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að það segir vísindamaðurinn í algjöru gamni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01
Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01
Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36