Um framtíð Landspítalans Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 16. október 2021 16:06 Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar