Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 09:37 Frá mótmælum kvenna gegn þungunarrofsbanninu í Houston í Texas í byrjun október. AP/Houston Chronicle/Melissa Phillip Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. Þungunarrof er í reynd bannað eftir sjöttu viku meðgöngu með lögum sem tóku gildi í Texas í byrjun september. Þrátt fyrir að slíkt bann hafi fram að þessu verið talið stríða gegn stjórnarskrá leyfði Hæstiréttur Bandaríkjanna lögunum að taka gildi vegna lagatæknilegra álitamála. Þingmenn í Texas sömdu lögin sérstaklega með það fyrir augum að erfitt yrði að fella þau úr gildi fyrir dómstólum. Það gerðu þeir með því að banna yfirvöldum í Texas að framfylgja banninu en fela í staðinn almennum borgurum að kæra hvern þann sem aðstoðar konu að fara í þungunarrof. Því sé óljóst hvenær og hvernig hægt sé að láta reyna á lögmæti laganna fyrir dómi. Málið hefur velkst um fyrir dómstólum undanfarnar vikur. Dómsmálaráðuneytið krafðist þess að lögin yrðu felld úr gildi tímabundið og féllst dómstóll á hana á dögunum. Annað dómstig felldi þann úrskurð úr gildi. Nú hefur alríkisáfrýjunardómstóll hafnað kröfu ráðuneytisins um að ógilding laganna verði staðfest, að sögn Washington Post. Reikna má með því að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar. Í millitíðinni hefur þungunarrof nær algerlega lagst af í Texas sem er eitt fjölmennasta ríki Bandaríkjanna þrátt fyrir að enginn dómstóll hafi enn tekið efnislega afstöðu til þess hvort að lögin standist stjórnarskrá. Dómafordæmi hæstaréttar hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt, venjulega fram að 22. til 24. viku meðgöngu. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37 Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Þungunarrof er í reynd bannað eftir sjöttu viku meðgöngu með lögum sem tóku gildi í Texas í byrjun september. Þrátt fyrir að slíkt bann hafi fram að þessu verið talið stríða gegn stjórnarskrá leyfði Hæstiréttur Bandaríkjanna lögunum að taka gildi vegna lagatæknilegra álitamála. Þingmenn í Texas sömdu lögin sérstaklega með það fyrir augum að erfitt yrði að fella þau úr gildi fyrir dómstólum. Það gerðu þeir með því að banna yfirvöldum í Texas að framfylgja banninu en fela í staðinn almennum borgurum að kæra hvern þann sem aðstoðar konu að fara í þungunarrof. Því sé óljóst hvenær og hvernig hægt sé að láta reyna á lögmæti laganna fyrir dómi. Málið hefur velkst um fyrir dómstólum undanfarnar vikur. Dómsmálaráðuneytið krafðist þess að lögin yrðu felld úr gildi tímabundið og féllst dómstóll á hana á dögunum. Annað dómstig felldi þann úrskurð úr gildi. Nú hefur alríkisáfrýjunardómstóll hafnað kröfu ráðuneytisins um að ógilding laganna verði staðfest, að sögn Washington Post. Reikna má með því að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar. Í millitíðinni hefur þungunarrof nær algerlega lagst af í Texas sem er eitt fjölmennasta ríki Bandaríkjanna þrátt fyrir að enginn dómstóll hafi enn tekið efnislega afstöðu til þess hvort að lögin standist stjórnarskrá. Dómafordæmi hæstaréttar hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt, venjulega fram að 22. til 24. viku meðgöngu.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37 Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37
Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01