Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. október 2021 19:01 Páll Einarsson er jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. vísir/sigurjón Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. „Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum." Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira