Vilja vindorkugarða við nær alla strandlengju Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 10:39 Vindtúrbínur sem standa utan við Rhode-eyju á austurströndinni voru þær fyrstu sem voru reistar undan ströndum Bandaríkjanna. Gangi áætlun Biden verða slíkar túrbínur utan við nær alla strönd landsins á næstu áratugum. AP/Michael Dwyer Ríkisstjórn Joes Biden vill láta reisa vindorkuver við nærri alla strandlengju Bandaríkjanna á næstu árum. Stefnt er að því að vindorkuframleiðendur geti byrjað að sækja um leyfi til að reisa vindtúrbínur fyrir utan ströndina fyrir árið 2025. Deb Haaland, innanríkisráðherra, kynnti áformin á ráðstefnu vindorkuiðnaðarins í Boston í gær. Sagði hún að ráðuneytið ætlaði að hefjast handa við að velja, afmarka og vonandi leigja hafsvæði á forræði alríkisstjórnarinnar við Mexíkóflóa, Maine-flóa, undan ströndum Mið-Atlantshafsríkjanna, Norður- og Suður-Karólínu, Kaliforníu og Oregon, að því er segir í frétt New York Times. Aðeins búið að veita leyfi fyrir einum stórum vindorkugarði, utan við Vínekru Mörtu í Massachusett. Alríkisstjórnin hefur til skoðunar umsóknir um vindorkuverkefni á nokkrum stöðum til viðbótar á austurströndinni. Við Kyrrahafsströndina hafa tvö svæði við miðja og norðanverða Kaliforníu verið opnuð vindorkuverum. Áætlunin er sögð stærsta aðgerð Bandaríkjastjórnar til þess að efla uppbyggingu vindorku fyrr og síðar. Markmiðið er að vindorkugarðar framleiði þrjátíu gígavött af rafmagni sem dugi til að knýja um tíu milljónir heimila fyrir árið 2030. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðbúið sé að áformin mæti mótstöðu víða, meðal annars frá íbúum strand- og fiskibæja. Til þess að vindorkugarðarnir verði að veruleika þurfa yfirvöld í einstökum ríkjum og sýslum að leggja blessun sína yfir þá. Þá þurfa þeir að komast í gegnum umhverfismat en sum samtök náttúruverndarsinna óttast að vindtúrbúnir utan við ströndina gætu drepið fjölda sjófugla. Bandaríkin og önnur ríki heims þurfa þó að auka verulega framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vindi svo hægt verði að hætta hratt notkun á jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun. Í nýjustu vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrr á þessu ári var varað við því að metnaðarfyllra markmið um Parísarsamkomulagsins um að hlýnun verði takmörkuð við 1,5°C gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun strax á næstu árum. Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Vindorka Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Sjá meira
Deb Haaland, innanríkisráðherra, kynnti áformin á ráðstefnu vindorkuiðnaðarins í Boston í gær. Sagði hún að ráðuneytið ætlaði að hefjast handa við að velja, afmarka og vonandi leigja hafsvæði á forræði alríkisstjórnarinnar við Mexíkóflóa, Maine-flóa, undan ströndum Mið-Atlantshafsríkjanna, Norður- og Suður-Karólínu, Kaliforníu og Oregon, að því er segir í frétt New York Times. Aðeins búið að veita leyfi fyrir einum stórum vindorkugarði, utan við Vínekru Mörtu í Massachusett. Alríkisstjórnin hefur til skoðunar umsóknir um vindorkuverkefni á nokkrum stöðum til viðbótar á austurströndinni. Við Kyrrahafsströndina hafa tvö svæði við miðja og norðanverða Kaliforníu verið opnuð vindorkuverum. Áætlunin er sögð stærsta aðgerð Bandaríkjastjórnar til þess að efla uppbyggingu vindorku fyrr og síðar. Markmiðið er að vindorkugarðar framleiði þrjátíu gígavött af rafmagni sem dugi til að knýja um tíu milljónir heimila fyrir árið 2030. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðbúið sé að áformin mæti mótstöðu víða, meðal annars frá íbúum strand- og fiskibæja. Til þess að vindorkugarðarnir verði að veruleika þurfa yfirvöld í einstökum ríkjum og sýslum að leggja blessun sína yfir þá. Þá þurfa þeir að komast í gegnum umhverfismat en sum samtök náttúruverndarsinna óttast að vindtúrbúnir utan við ströndina gætu drepið fjölda sjófugla. Bandaríkin og önnur ríki heims þurfa þó að auka verulega framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vindi svo hægt verði að hætta hratt notkun á jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun. Í nýjustu vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrr á þessu ári var varað við því að metnaðarfyllra markmið um Parísarsamkomulagsins um að hlýnun verði takmörkuð við 1,5°C gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun strax á næstu árum.
Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Vindorka Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Sjá meira