Gestir Snaps gengu í störf eftir að þjónarnir löbbuðu út Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 14:01 Snaps Bistro Bar er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt fjárfestis en eigendaskipti eru í farvatninu. Vísir/Vilhelm Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um mánaðamótin. Síðasta laugardag gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og hafa ekki snúið aftur til starfa. Að sögn fyrrverandi starfsmanna snýr óánægjan meðal annars að launakjörum, undirmönnun, lakri gæðastjórnun og alvarlegum samskiptavanda sem hafi allt komið til í kjölfar stjórnendaskiptanna. Enginn í hópnum hyggst vinna uppsagnarfrest sinn og hafa margir nú þegar ráðið sig í önnur störf. Segir allt í góðu á Snaps Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, vildi lítið kannast við uppsagnirnar þegar leitað var eftir viðbrögðum. Stemmir það að þjónar hafi gengið út hjá þér á laugardaginn? „Nei, þetta er bara innanhúsmál sem við erum að fást við. Það er bara þannig, það er bara allt í góðu hér.“ En þú kannast samt sem áður við þetta? „Ég kannast bara við að það eru ákveðin … það er ekkert í gangi sko, ekkert til að setja í fréttir allavega.“ Þegar Þórir er spurður nánar út í það hvað átti sér stað á laugardag ítrekar hann að það sé einkamál. Veitingastaðurinn stendur við Óðinstorg.vísir/vilhelm Gestir komu starfsmönnum til aðstoðar Ákveðið var að halda veitingastaðnum opnum þrátt fyrir uppsagnirnar um síðustu mánaðamót og jókst því álag á eftirstandandi starfsmenn til muna á seinustu vikum. Þjónn sem hætti um síðustu helgi segir að honum hafi þótt nóg komið þegar einungis fjórir starfsmenn, auk Þóris, voru látnir sjá um annasaman bröns á laugardag. „Við sögðum honum þá að við gætum þetta ekki lengur og ætluðum ekki að vinna um kvöldið, svo við fórum bara,“ segir fyrrverandi starfsmaðurinn. Erfitt sé að horfa upp á þessa þróun þar sem starfsandinn hafi lengi verið góður á veitingahúsinu. Það hafi svo skyndilega breyst við stjórnendaskiptin. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu alls þrír starfsmenn vaktina á laugardagskvöld eftir að þjónarnir höfðu yfirgefið svæðið. Þeirra á meðal var áðurnefndur Þórir og nýr starfsmaður sem hafði byrjað sama dag. Undirmönnunin fór ekki framhjá gestum veitingahússins og gripu tveir vinir Þóris sem voru mættir í mat til þess ráðs að létta undir með starfsfólkinu. Veitingastaðir Reykjavík Mannauðsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39 Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um mánaðamótin. Síðasta laugardag gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og hafa ekki snúið aftur til starfa. Að sögn fyrrverandi starfsmanna snýr óánægjan meðal annars að launakjörum, undirmönnun, lakri gæðastjórnun og alvarlegum samskiptavanda sem hafi allt komið til í kjölfar stjórnendaskiptanna. Enginn í hópnum hyggst vinna uppsagnarfrest sinn og hafa margir nú þegar ráðið sig í önnur störf. Segir allt í góðu á Snaps Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, vildi lítið kannast við uppsagnirnar þegar leitað var eftir viðbrögðum. Stemmir það að þjónar hafi gengið út hjá þér á laugardaginn? „Nei, þetta er bara innanhúsmál sem við erum að fást við. Það er bara þannig, það er bara allt í góðu hér.“ En þú kannast samt sem áður við þetta? „Ég kannast bara við að það eru ákveðin … það er ekkert í gangi sko, ekkert til að setja í fréttir allavega.“ Þegar Þórir er spurður nánar út í það hvað átti sér stað á laugardag ítrekar hann að það sé einkamál. Veitingastaðurinn stendur við Óðinstorg.vísir/vilhelm Gestir komu starfsmönnum til aðstoðar Ákveðið var að halda veitingastaðnum opnum þrátt fyrir uppsagnirnar um síðustu mánaðamót og jókst því álag á eftirstandandi starfsmenn til muna á seinustu vikum. Þjónn sem hætti um síðustu helgi segir að honum hafi þótt nóg komið þegar einungis fjórir starfsmenn, auk Þóris, voru látnir sjá um annasaman bröns á laugardag. „Við sögðum honum þá að við gætum þetta ekki lengur og ætluðum ekki að vinna um kvöldið, svo við fórum bara,“ segir fyrrverandi starfsmaðurinn. Erfitt sé að horfa upp á þessa þróun þar sem starfsandinn hafi lengi verið góður á veitingahúsinu. Það hafi svo skyndilega breyst við stjórnendaskiptin. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu alls þrír starfsmenn vaktina á laugardagskvöld eftir að þjónarnir höfðu yfirgefið svæðið. Þeirra á meðal var áðurnefndur Þórir og nýr starfsmaður sem hafði byrjað sama dag. Undirmönnunin fór ekki framhjá gestum veitingahússins og gripu tveir vinir Þóris sem voru mættir í mat til þess ráðs að létta undir með starfsfólkinu.
Veitingastaðir Reykjavík Mannauðsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39 Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39
Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent