Fótboltamenn krefjast greiðslu fyrir notkun upplýsinga um þá Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 15:00 Alls konar gögn um knattspyrnumenn eru nýtt af fyrirtækjum án þess að þeir fái greiðslur fyrir. Getty/Michael Regan Ýmis fyrirtæki nýta sér upplýsingar um hæð og þyngd knattspyrnumanna, meðalfjölda marka sem þeir skora í leik, spilaðar mínútur, fiskaðar vítaspyrnur og margt fleira. Nú krefjast hundruð knattspyrnumanna í Bretlandi þess að þeim sé greitt fyrir notkun á gögnum um þá. Russell Slade, fyrrverandi knattspyrnustjóri Cardiff, Leyton Orient og Yoevil Town, fer fyrir hópi 850 leikmanna sem krefjast þess að fá bætur vegna notkunar fyrirtækja á upplýsingum um þá síðustu sex árin. Þeir vilja jafnframt fá árlegar greiðslur frá fyrirtækjum sem ætla sér að nýta þessar upplýsingar. Hópurinn hefur sent erindi til sautján slíkra fyrirtækja, sem meðal annars starfa í veðmálaheiminum og afþreyingariðnaði, og hótað málsókn. Yfir 150 fyrirtæki eru á lista hjá hópnum yfir fyrirtæki sem hann telur að brjóti lög með notkun gagna um leikmenn. Lögfræðingateymi Slades segir að það sé brot á lögum um gagnavernd, sem voru hert árið 2018, að nota upplýsingar um leikmenn án þess að fá til þess leyfi og greiða fyrir það. „Ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar“ Slade segir að greiðslur til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, fyrir notkun upplýsinga um þá, hafi vissulega kannski ekki mikil áhrif á fjárhaginn hjá þeim. Þegar horft sé til neðri deilda, í karla- og kvennafótboltanum, sé hins vegar um meira hagsmunamál að ræða fyrir leikmenn. „Það er ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar. Það var til að mynda hægt að finna einhver 7.000 upplýsingabrot um einn leikmann, og það var ekki leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel næstefstu deild,“ sagði Slade við BBC. „Það eru fyrirtæki sem að safna þessum upplýsingum og nýta þær án þess að leikmenn gefi leyfi fyrir því,“ sagði Slade og sagði hópinn staðráðinn í að breyta ástandinu sem svo sannarlega einskorðist ekki við fótboltaheiminn heldur eigi við um allar íþróttir. Kennara eða lögfræðingi myndi ekki líða vel með þetta Tölfræðiupplýsingar eru nýttar með afar víðtækum hætti í íþróttum og svo hefur lengi verið. Knattspyrnufélög og leikmenn nýta þær til að mæla árangur og setja sér markmið, og ótengd fyrirtæki hafa nýtt upplýsingar meðal annars til að ákvarða stuðla eða til notkunar í ýmiss konar leikjum. Dave Edwards, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, segir að leikmenn vilji hafa meira um það að segja hvernig gögn um þá séu nýtt: „Eftir því sem ég hef skoðað það betur hvernig upplýsingar um okkur eru nýttar, hve víða þær fara og öll fyrirtækin sem nota þær, þá finnst mér sem leikmanni að við ættum að ráða meiru um það hver fær að nota þær,“ sagði Edwards. „Það myndu allir aðrir í heiminum fá að hafa eitthvað um það að segja. Bara af því að við erum fótboltamenn og þannig opinberar persónur þá er horft framhjá þessu. Ef að það væri verið að deila svona upplýsingum um kennara eða lögfræðing þá myndi viðkomandi ekki líða vel með það. Ég tel að við sem einstaklingar séum ekkert ólíkir varðandi það,“ bætti hann við. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Sjá meira
Russell Slade, fyrrverandi knattspyrnustjóri Cardiff, Leyton Orient og Yoevil Town, fer fyrir hópi 850 leikmanna sem krefjast þess að fá bætur vegna notkunar fyrirtækja á upplýsingum um þá síðustu sex árin. Þeir vilja jafnframt fá árlegar greiðslur frá fyrirtækjum sem ætla sér að nýta þessar upplýsingar. Hópurinn hefur sent erindi til sautján slíkra fyrirtækja, sem meðal annars starfa í veðmálaheiminum og afþreyingariðnaði, og hótað málsókn. Yfir 150 fyrirtæki eru á lista hjá hópnum yfir fyrirtæki sem hann telur að brjóti lög með notkun gagna um leikmenn. Lögfræðingateymi Slades segir að það sé brot á lögum um gagnavernd, sem voru hert árið 2018, að nota upplýsingar um leikmenn án þess að fá til þess leyfi og greiða fyrir það. „Ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar“ Slade segir að greiðslur til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, fyrir notkun upplýsinga um þá, hafi vissulega kannski ekki mikil áhrif á fjárhaginn hjá þeim. Þegar horft sé til neðri deilda, í karla- og kvennafótboltanum, sé hins vegar um meira hagsmunamál að ræða fyrir leikmenn. „Það er ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar. Það var til að mynda hægt að finna einhver 7.000 upplýsingabrot um einn leikmann, og það var ekki leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel næstefstu deild,“ sagði Slade við BBC. „Það eru fyrirtæki sem að safna þessum upplýsingum og nýta þær án þess að leikmenn gefi leyfi fyrir því,“ sagði Slade og sagði hópinn staðráðinn í að breyta ástandinu sem svo sannarlega einskorðist ekki við fótboltaheiminn heldur eigi við um allar íþróttir. Kennara eða lögfræðingi myndi ekki líða vel með þetta Tölfræðiupplýsingar eru nýttar með afar víðtækum hætti í íþróttum og svo hefur lengi verið. Knattspyrnufélög og leikmenn nýta þær til að mæla árangur og setja sér markmið, og ótengd fyrirtæki hafa nýtt upplýsingar meðal annars til að ákvarða stuðla eða til notkunar í ýmiss konar leikjum. Dave Edwards, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, segir að leikmenn vilji hafa meira um það að segja hvernig gögn um þá séu nýtt: „Eftir því sem ég hef skoðað það betur hvernig upplýsingar um okkur eru nýttar, hve víða þær fara og öll fyrirtækin sem nota þær, þá finnst mér sem leikmanni að við ættum að ráða meiru um það hver fær að nota þær,“ sagði Edwards. „Það myndu allir aðrir í heiminum fá að hafa eitthvað um það að segja. Bara af því að við erum fótboltamenn og þannig opinberar persónur þá er horft framhjá þessu. Ef að það væri verið að deila svona upplýsingum um kennara eða lögfræðing þá myndi viðkomandi ekki líða vel með það. Ég tel að við sem einstaklingar séum ekkert ólíkir varðandi það,“ bætti hann við.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Sjá meira