Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 14:04 Greta Thunberg á loftslagsmótmælum í Mílanó á Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Ungu aðgerðasinnarnir sem kvörtuðu til SÞ koma frá Argentínu, Brasilíu, Frakklandi, Þýskalandi, Indlandi, Palá, Marshall-eyjum, Nígeríu, Suður-Afríku, Svíþjóð, Túnis og Bandaríkjunum. Vísir/EPA Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst. Það hefur tekið nefndina um tvö ár að fara yfir kvörtun Thunberg og fjórtán félaga hennar. Þau voru á aldrinum átta til sautján ára þegar þau lögðu hana fram árið 2019. Sökuðu þau ríkisstjórni Frakklands, Tyrklands, Brasilíu, Þýskaland og Argentínu um að hafa vitað af hættunni af loftslagsbreytingum um áratugaskeið án þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstaða þeirra átján sérfræðinga í mannréttindamálum sem skipa nefndina var að búið væri að sýna fram á nægt orsakasamhengi á milli skaða sem börn verða fyrir annars vegar og aðgerðaleysi landanna fimm, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir féllust aftur á móti á rök ríkjanna að ungmennin hefðu átt að leita til dómstóla í heimalöndum sínum áður en þau kvörtuðu til Sameinuðu þjóðanna. „Við vonum að þið valdeflist við jákvæðu hluta þessarar ákvörðunar og að þið haldið áfram að láta til ykkar taka í heimalöndum og svæðum ykkar sem og alþjóðlega til að berjast fyrir réttlæti í tengslum við loftslagsbreytingar,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar. Ungmennin gáfu lítið fyrir slíkt tal. „Ég efast ekki um að þessi niðurstaða muni plaga nefndina í framtíðinni. Þegar loftslagshamfarirnar verða jafnvel alvarlegri en þær eru nú mun nefndin sjá verulega eftir því að hafa ekki gert það rétta þegar hún hafði til þess tækifæri,“ sagði Alexandria Villasenor frá Bandaríkjunum. Lögmenn ungmennanna segja að þau ætli að leita til landsdómstóla þó að þau telji að það verði tímafrek og á endanum árangurslítil vegferð. Nefndin hafi í raun sagt börnunum að eyða fleiri árum í að bíða eftir að málum þeirra verði vísað frá dómstólum. Þrátt fyrir það gæti álit nefndarinnar verið fordæmisgefandi að því leyti að hún taldi sig getað tekið fyrir mál gegn ríkjum jafnvel þó að skaðleg áhrif af losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum á börn ættu sér stað í öðru landi. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Það hefur tekið nefndina um tvö ár að fara yfir kvörtun Thunberg og fjórtán félaga hennar. Þau voru á aldrinum átta til sautján ára þegar þau lögðu hana fram árið 2019. Sökuðu þau ríkisstjórni Frakklands, Tyrklands, Brasilíu, Þýskaland og Argentínu um að hafa vitað af hættunni af loftslagsbreytingum um áratugaskeið án þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstaða þeirra átján sérfræðinga í mannréttindamálum sem skipa nefndina var að búið væri að sýna fram á nægt orsakasamhengi á milli skaða sem börn verða fyrir annars vegar og aðgerðaleysi landanna fimm, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir féllust aftur á móti á rök ríkjanna að ungmennin hefðu átt að leita til dómstóla í heimalöndum sínum áður en þau kvörtuðu til Sameinuðu þjóðanna. „Við vonum að þið valdeflist við jákvæðu hluta þessarar ákvörðunar og að þið haldið áfram að láta til ykkar taka í heimalöndum og svæðum ykkar sem og alþjóðlega til að berjast fyrir réttlæti í tengslum við loftslagsbreytingar,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar. Ungmennin gáfu lítið fyrir slíkt tal. „Ég efast ekki um að þessi niðurstaða muni plaga nefndina í framtíðinni. Þegar loftslagshamfarirnar verða jafnvel alvarlegri en þær eru nú mun nefndin sjá verulega eftir því að hafa ekki gert það rétta þegar hún hafði til þess tækifæri,“ sagði Alexandria Villasenor frá Bandaríkjunum. Lögmenn ungmennanna segja að þau ætli að leita til landsdómstóla þó að þau telji að það verði tímafrek og á endanum árangurslítil vegferð. Nefndin hafi í raun sagt börnunum að eyða fleiri árum í að bíða eftir að málum þeirra verði vísað frá dómstólum. Þrátt fyrir það gæti álit nefndarinnar verið fordæmisgefandi að því leyti að hún taldi sig getað tekið fyrir mál gegn ríkjum jafnvel þó að skaðleg áhrif af losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum á börn ættu sér stað í öðru landi.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira