Fyrrum markvörður Man Utd á leið til Íslendingaliðs Venezia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2021 18:16 Sergio Romero er á leið til Venezia. Michael Regan/Getty Images Argentíski markvörðurinn Sergio Romero er að ganga í raðir ítalska félagsins Venezia. Þrír Íslendingar eru á mála hjá félaginu. Venezia - nýliði í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni - er sem stendur í 17. sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk í leikjunum sjö og hefur nú leitað á það ráð að fá nýjan markvörð til liðsins. Unnendur enska boltans þekkja til kappans en hann var varamarkvörður Manchester United um árabil og lengi vel talinn sá besti á þeim vettvangi. Það er einn traustasti varamarkvörður síðari ára. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að hinn 34 ára gamli Romero sé á leið til Venezia og samningar verði undirritaðir á morgun, þriðjudag. Argentinian goalkeeper Sergio Romero had his medical with Venezia today. Former Man Utd player is expected to sign his contract tomorrow - final details to be fixed then he ll join Venezia as free agent. #transfersChelsea were considering Romero before signing Bettinelli. https://t.co/L6lfBzkA79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2021 Romero hefur verið án félags síðan samningur hans við Man United rann út í sumar. Hann þekkir vel til ítalska boltans eftir að hafa leikið með Sampdoria frá 2011 til 2015. Þrátt fyrir að hafa verið varamarkvörður undanfarin ár er Romero einkar reynslumikill eftir að hafa spilað í Argentínu, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þá var hann lengi vel fastamaður í argentíska landsliðinu en hann á alls að baki 96 landsleiki fyrir þjóð sína. Til að mynda stóð hann í markinu er Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014. Venezia er sannkallað Íslendingalið en Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson eru í leikmannahóp liðsins í dag, sá síðarnefndi er á láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Siena í Serie C um þessar mundir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Venezia - nýliði í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni - er sem stendur í 17. sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk í leikjunum sjö og hefur nú leitað á það ráð að fá nýjan markvörð til liðsins. Unnendur enska boltans þekkja til kappans en hann var varamarkvörður Manchester United um árabil og lengi vel talinn sá besti á þeim vettvangi. Það er einn traustasti varamarkvörður síðari ára. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að hinn 34 ára gamli Romero sé á leið til Venezia og samningar verði undirritaðir á morgun, þriðjudag. Argentinian goalkeeper Sergio Romero had his medical with Venezia today. Former Man Utd player is expected to sign his contract tomorrow - final details to be fixed then he ll join Venezia as free agent. #transfersChelsea were considering Romero before signing Bettinelli. https://t.co/L6lfBzkA79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2021 Romero hefur verið án félags síðan samningur hans við Man United rann út í sumar. Hann þekkir vel til ítalska boltans eftir að hafa leikið með Sampdoria frá 2011 til 2015. Þrátt fyrir að hafa verið varamarkvörður undanfarin ár er Romero einkar reynslumikill eftir að hafa spilað í Argentínu, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þá var hann lengi vel fastamaður í argentíska landsliðinu en hann á alls að baki 96 landsleiki fyrir þjóð sína. Til að mynda stóð hann í markinu er Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014. Venezia er sannkallað Íslendingalið en Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson eru í leikmannahóp liðsins í dag, sá síðarnefndi er á láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Siena í Serie C um þessar mundir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira