Raðnauðgari í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2021 16:21 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. september en ekki birtur á vef dómstólsins fyrr en í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem endurtekið hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Konan hafði komið á dvalarstað hans til að sækja föt á barn þeirra. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira