Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2021 14:19 Hafsteinn Þór Hauksson fór yfir stöðuna á fundinum í morgun. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38
Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31