Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 10:49 Verkamenn fylla lestarvagn með kolum við námu í Diantou í Shaanxi-héraði. Kínverjar eru stærstu framleiðendur og notendur kola í heiminum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur. Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn. Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn.
Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32