Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 11:50 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina í röð í morgun þegar meginvextir bankans voru hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,5 prósent. Búast má við að viðskiptabankarnir hækki bráðlega húsnæðislánavexti sína í framhaldinu. Vísir/Vilhelm Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30