Píratar tilbúnir að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar falli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 12:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Píratar eru reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins falli, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“ Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“
Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35