Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. október 2021 18:05 Flugumaðurinn Mark Kennedy njósnaði meðal annars um hóp umhverfissinna á Íslandi árið 2005 og tók þátt í mótmælum við Kárahnjúkavirkjun. Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Konan sem um ræðir, Kate Wilson, var með Kennedy í hátt í tvö ár og lauk sambandi þeirra árið 2005. Hún vissi ekki að Kennedy, sem gekk þá undir nafninu Mark Stone, væri í raun útsendari lögreglu sem var í sjö ára verkefni sem sneri að því að njósna um umhverfissinna og aðra pólitíska hópa víða um heim. Eftir að hún komst að hinu sanna um Kennedy hóf hún baráttu sína til að fá brotin gegn sér viðurkennd. Eftir tíu ára baráttu sagðist Wilson fagna niðurstöðu dómaranna í sínu máli og að það væri mikilvægt að vernda aðra sem gætu lent í því sama. Kom til Íslands og mótmælti við Kárahnjúkavirkjun Mál Kennedy vakti töluverða athygli árið 2010 þegar aðgerðarsinnum tókst að koma upp um hann og verkefnið. Málið teygði meðal annars anga sína til Íslands þar sem Kennedy kom hingað sumarið 2005 og var meðal mótmælenda í hópnum Saving Iceland, sem mótmæltu meðal annars við Kárahnjúkavirkjun. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra óskaði eftir því árið 2011 að upplýst yrði um hvort lögregla hafi vitað af verkefni Kennedy. Eftir að hulunni var svipt af verkefninu óskaði Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, eftir því að íslensk lögregluyfirvöld myndu upplýsa um hvort Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf í kjölfarið út skýrslu þar sem fram kom að þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma hafi ekki gert lögreglu kleift að skera úr um það. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrrum meðlimur Saving Iceland, var meðal þeirra sem gagnrýndu skýrslu ríkislögreglustjóra og vísaði til þess að lítið væri um svör í henni. Benti hún einnig á að Kennedy hefði gerst brotlegur sem lögreglumaður með því að efna til líkamlegs sambands við unga stúlku sem var í mótmælabúðunum. Á Alþingi í maí 2011 beindi hún fyrirspurn að þáverandi utanríkisráðherra og spurði hvort það væri ekki „tilefni til þess að kalla sendiherra Breta á teppið og biðja um þessar upplýsingar sem íslensk lögregluyfirvöld mega ekki gefa upp.“ Birgitta Jónsdóttir var meðlimur Saving Iceland hópsins en hún gagnrýndi svör ríkislögreglustjóra harðlega. Brot á Mannréttindasáttmála Evrópu Þó nokkrar konur sem Kennedy átti í ástarsambandi við á meðan hann var útsendari lögreglu hafa höfðað einkamál gegn lögreglunni frá því að málið kom upp. Þetta er í fyrsta sinn sem málið er tekið fyrir af ITP, sem rannsakar möguleg brot af hálfu ríkisins. Úrskurður í málinu var kveðinn upp í gær en greint er frá málinu á vef The Guardian. Var það mat dómaranna að lögreglan hefði brotið á mannréttindum Wilson á margvíslegan hátt, meðal annars með því að láta hana sæta niðurlægjandi meðferð. Þá hafi yfirmönnum hjá lögreglunni átt að vera ljóst, ef þeir vissu ekki beinlínis af því, að Kennedy væri í sambandi með Wilson en þeir hafi ekki beitt sér gegn því. Í heildina hafi lögregla brotið gegn fimm greinum Mannréttindasáttmála Evrópu. „Þetta er ekki aðeins mál um liðhlaupa lögreglu sem nýtti leynilegt verkefni sitt til að fullnægja sínum kynferðislegu tilhneigingum,“ segir í niðurstöðu dómaranna en að þeirra mati sýndi málið fram á „ógnvekjandi og hörmulega galla“ í helstu grunnstoðum kerfisins. Lögreglan sagði í yfirlýsingu eftir að niðurstaðan lá fyrir að hún gerði sér grein fyrir alvarleika málsins og bað Wilson innilega afsökunar. Réttarhöld munu fara fram á næsta ári þar sem bætur til Wilson verða ákveðnar. Dómsmál Bretland Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01 Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma. 17. maí 2011 14:37 Illa rökstudd yfirhylming Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. 21. maí 2011 12:28 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Konan sem um ræðir, Kate Wilson, var með Kennedy í hátt í tvö ár og lauk sambandi þeirra árið 2005. Hún vissi ekki að Kennedy, sem gekk þá undir nafninu Mark Stone, væri í raun útsendari lögreglu sem var í sjö ára verkefni sem sneri að því að njósna um umhverfissinna og aðra pólitíska hópa víða um heim. Eftir að hún komst að hinu sanna um Kennedy hóf hún baráttu sína til að fá brotin gegn sér viðurkennd. Eftir tíu ára baráttu sagðist Wilson fagna niðurstöðu dómaranna í sínu máli og að það væri mikilvægt að vernda aðra sem gætu lent í því sama. Kom til Íslands og mótmælti við Kárahnjúkavirkjun Mál Kennedy vakti töluverða athygli árið 2010 þegar aðgerðarsinnum tókst að koma upp um hann og verkefnið. Málið teygði meðal annars anga sína til Íslands þar sem Kennedy kom hingað sumarið 2005 og var meðal mótmælenda í hópnum Saving Iceland, sem mótmæltu meðal annars við Kárahnjúkavirkjun. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra óskaði eftir því árið 2011 að upplýst yrði um hvort lögregla hafi vitað af verkefni Kennedy. Eftir að hulunni var svipt af verkefninu óskaði Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, eftir því að íslensk lögregluyfirvöld myndu upplýsa um hvort Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf í kjölfarið út skýrslu þar sem fram kom að þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma hafi ekki gert lögreglu kleift að skera úr um það. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrrum meðlimur Saving Iceland, var meðal þeirra sem gagnrýndu skýrslu ríkislögreglustjóra og vísaði til þess að lítið væri um svör í henni. Benti hún einnig á að Kennedy hefði gerst brotlegur sem lögreglumaður með því að efna til líkamlegs sambands við unga stúlku sem var í mótmælabúðunum. Á Alþingi í maí 2011 beindi hún fyrirspurn að þáverandi utanríkisráðherra og spurði hvort það væri ekki „tilefni til þess að kalla sendiherra Breta á teppið og biðja um þessar upplýsingar sem íslensk lögregluyfirvöld mega ekki gefa upp.“ Birgitta Jónsdóttir var meðlimur Saving Iceland hópsins en hún gagnrýndi svör ríkislögreglustjóra harðlega. Brot á Mannréttindasáttmála Evrópu Þó nokkrar konur sem Kennedy átti í ástarsambandi við á meðan hann var útsendari lögreglu hafa höfðað einkamál gegn lögreglunni frá því að málið kom upp. Þetta er í fyrsta sinn sem málið er tekið fyrir af ITP, sem rannsakar möguleg brot af hálfu ríkisins. Úrskurður í málinu var kveðinn upp í gær en greint er frá málinu á vef The Guardian. Var það mat dómaranna að lögreglan hefði brotið á mannréttindum Wilson á margvíslegan hátt, meðal annars með því að láta hana sæta niðurlægjandi meðferð. Þá hafi yfirmönnum hjá lögreglunni átt að vera ljóst, ef þeir vissu ekki beinlínis af því, að Kennedy væri í sambandi með Wilson en þeir hafi ekki beitt sér gegn því. Í heildina hafi lögregla brotið gegn fimm greinum Mannréttindasáttmála Evrópu. „Þetta er ekki aðeins mál um liðhlaupa lögreglu sem nýtti leynilegt verkefni sitt til að fullnægja sínum kynferðislegu tilhneigingum,“ segir í niðurstöðu dómaranna en að þeirra mati sýndi málið fram á „ógnvekjandi og hörmulega galla“ í helstu grunnstoðum kerfisins. Lögreglan sagði í yfirlýsingu eftir að niðurstaðan lá fyrir að hún gerði sér grein fyrir alvarleika málsins og bað Wilson innilega afsökunar. Réttarhöld munu fara fram á næsta ári þar sem bætur til Wilson verða ákveðnar.
Dómsmál Bretland Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01 Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma. 17. maí 2011 14:37 Illa rökstudd yfirhylming Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. 21. maí 2011 12:28 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01
Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma. 17. maí 2011 14:37
Illa rökstudd yfirhylming Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. 21. maí 2011 12:28