Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 10:47 Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira