Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. september 2021 12:31 Upptökur öryggismyndavéla á Hótel Borgarnesi ættu að geta eytt vafa um hvort átt hafi verið við kjörgögnin. vísir/arnar Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. Hann vill þó ekki segja hvort það sjáist á myndavélunum að einhver fari inn í salinn þar sem óinnsigluð atkvæðin voru geymd en Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur borið það fyrir sig að með því að læsa salnum hafi öryggi atkvæðanna verið tryggt. Ljóst er þó að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum salarins og sagði Ingi í samtali við Vísi í gær að það gæti vel verið að einhver þeirra hefði farið inn í salinn milli talninganna á meðan yfirkjörstjórnin lagði sig. Lögregla vill ekkert segja Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur kært frágang Ingva á atkvæðunum til lögreglu. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, staðfestir við fréttastofu að málið sé í rannsókn. Það sé í forgangi hjá lögreglunni. Hann vill þó ekkert segja meira um málið, hvorki hvort lögregla sé með upptökur úr myndavélum í salnum til skoðunar eða hvort grunur leiki á því að átt hafi verið við atkvæðin. Útilokar ekki að einhver hafi farið inn í salinn Steinn Agnar Pétursson, framkvæmdastjóri Hótels Borgarness, segir þó í samtali við fréttastofu að hann hafi séð hluta upptakanna. Aðspurður segir hann að lögregla hafi fengið þær afhentar og að enginn annar hafi fengið aðgang að þeim. „Það eru auðvitað engar myndavélar inni í talningasalnum sjálfum. En það eru myndavélar í forsalnum sem myndu alltaf sýna það ef einhver færi inn í talningasalinn,“ segir Steinn. Og sést einhver fara inn í salinn á myndavélunum? „Ég vil ekki svara því á meðan þetta er í rannsókn hjá lögreglu. Þetta er bara í rannsókn hjá þeim en hvað mig snertir að þá er það mín bjargfasta trú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað með þessi gögn,“ segir hann. Hann telur að margir hafi gert of mikið úr málinu. „Í mínum huga er það af og frá að eitthvað svindl hafi átt sér stað,“ segir hann. En þó enginn hafi átt við gögnin útilokar það ekki að kosningalög hafi verið brotin eins og Karl Gauti vill meina og lögregla hefur nú til rannsóknar. Í þeim segir skýrt að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og að þeir skuli geymdir þar til Alþingi hafi úrskurðað um gildi kosninganna. Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hann vill þó ekki segja hvort það sjáist á myndavélunum að einhver fari inn í salinn þar sem óinnsigluð atkvæðin voru geymd en Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur borið það fyrir sig að með því að læsa salnum hafi öryggi atkvæðanna verið tryggt. Ljóst er þó að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum salarins og sagði Ingi í samtali við Vísi í gær að það gæti vel verið að einhver þeirra hefði farið inn í salinn milli talninganna á meðan yfirkjörstjórnin lagði sig. Lögregla vill ekkert segja Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur kært frágang Ingva á atkvæðunum til lögreglu. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, staðfestir við fréttastofu að málið sé í rannsókn. Það sé í forgangi hjá lögreglunni. Hann vill þó ekkert segja meira um málið, hvorki hvort lögregla sé með upptökur úr myndavélum í salnum til skoðunar eða hvort grunur leiki á því að átt hafi verið við atkvæðin. Útilokar ekki að einhver hafi farið inn í salinn Steinn Agnar Pétursson, framkvæmdastjóri Hótels Borgarness, segir þó í samtali við fréttastofu að hann hafi séð hluta upptakanna. Aðspurður segir hann að lögregla hafi fengið þær afhentar og að enginn annar hafi fengið aðgang að þeim. „Það eru auðvitað engar myndavélar inni í talningasalnum sjálfum. En það eru myndavélar í forsalnum sem myndu alltaf sýna það ef einhver færi inn í talningasalinn,“ segir Steinn. Og sést einhver fara inn í salinn á myndavélunum? „Ég vil ekki svara því á meðan þetta er í rannsókn hjá lögreglu. Þetta er bara í rannsókn hjá þeim en hvað mig snertir að þá er það mín bjargfasta trú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað með þessi gögn,“ segir hann. Hann telur að margir hafi gert of mikið úr málinu. „Í mínum huga er það af og frá að eitthvað svindl hafi átt sér stað,“ segir hann. En þó enginn hafi átt við gögnin útilokar það ekki að kosningalög hafi verið brotin eins og Karl Gauti vill meina og lögregla hefur nú til rannsóknar. Í þeim segir skýrt að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og að þeir skuli geymdir þar til Alþingi hafi úrskurðað um gildi kosninganna.
Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira