Einar Sverrisson: „Gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og á móti Fram aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2021 21:45 Einar Sverrisson skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, var virkilega sáttur með 27-23 sigur liðsins gegn FH í Olís-deild karla í kvöld. Einar skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga, en viðurkennir að leikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska á upphafsmínútum leiksins. „Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira