Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:25 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til fundar með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira