Vafi um réttmæti niðurstaðna geti grafið undan lýðræðinu Eiður Þór Árnason skrifar 27. september 2021 23:35 Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir Endurtalning á atkvæðum í Suðurkjördæmi stendur enn yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en talningin hófst á sjöunda tímanum í dag. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur ólíklegt að niðurstaða þar hafi sömu áhrif og endurtalning í Norðvesturkjördæmi sem breytti miklu um röðun jöfnunarþingmanna. Þó sé ekki útilokað að mistök komi einnig í ljós í Suðurkjördæmi og í versta falli þurfi að kjósa aftur í kjördæmunum með tilheyrandi töf á niðurstöðum. Fimm framboð vildu endurtalningu Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, á von á því að sama niðurstaða komi út úr endurtalningunni og þeirri fyrstu. „Að okkar mati var þetta ljóst og við skiluðum okkar niðurstöðum en síðan kom í ljós að það munaði mjög fáum atkvæðum á milli manna,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fimm framboð óskuðu eftir endurtalningu í kjördæminu og taldi yfirkjörstjórn ástæðu til að verða við þeirri beiðni. Er fólkið orðið þreytt hérna? „Neinei, við erum bara kát og glöð. Auðvitað eru þetta orðnir langir dagar en gangverk lýðræðisins verður að hafa sinn gang og traust á kosningum er mikils virði og þess vegna erum við hér í kvöld.“ Grunnatriði að traust ríkji áfram Stefanía segir mikilvægt í sterku lýðræðisríki að traust sé borið til niðurstaðna kosninga og fólk hlýti niðurstöðunum. Breytingar sem þessar geti vissulega haft áhrif á trúverðugleika þeirra. „Þetta er algjört grunnatriði. Það má ekki vera neinn vafi í hugum fólks um réttmæti niðurstaðna því það grefur undan öllu lýðræðiskerfinu okkar. Við höfum verið svo heppin að það hefur ríkt traust hér en í ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum, hefur verið vaxandi vantraust í gangi,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísar hún til að mynda til þess að um 70 prósent kjósenda Repúblikana viðurkenni ekki enn þá staðreynd að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020. Aðspurð um næstu skref sagði Stefanía þau vera að fara yfir gögnin sem óskað hafi verið frá yfirkjörstjórnum. „Mögulega eru skýringarnar viðhlýtandi og málið þannig afgreitt en komi í ljós að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd kosninganna þá er illt í efni, ef svo má segja. Í versta falli yrði að kjósa aftur í þessu kjördæmi og þá vitum auðvitað ekki hvernig kosningarnar fóru fyrr en það liggur allt saman fyrir,“ sagði Stefanía. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17 Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur ólíklegt að niðurstaða þar hafi sömu áhrif og endurtalning í Norðvesturkjördæmi sem breytti miklu um röðun jöfnunarþingmanna. Þó sé ekki útilokað að mistök komi einnig í ljós í Suðurkjördæmi og í versta falli þurfi að kjósa aftur í kjördæmunum með tilheyrandi töf á niðurstöðum. Fimm framboð vildu endurtalningu Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, á von á því að sama niðurstaða komi út úr endurtalningunni og þeirri fyrstu. „Að okkar mati var þetta ljóst og við skiluðum okkar niðurstöðum en síðan kom í ljós að það munaði mjög fáum atkvæðum á milli manna,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fimm framboð óskuðu eftir endurtalningu í kjördæminu og taldi yfirkjörstjórn ástæðu til að verða við þeirri beiðni. Er fólkið orðið þreytt hérna? „Neinei, við erum bara kát og glöð. Auðvitað eru þetta orðnir langir dagar en gangverk lýðræðisins verður að hafa sinn gang og traust á kosningum er mikils virði og þess vegna erum við hér í kvöld.“ Grunnatriði að traust ríkji áfram Stefanía segir mikilvægt í sterku lýðræðisríki að traust sé borið til niðurstaðna kosninga og fólk hlýti niðurstöðunum. Breytingar sem þessar geti vissulega haft áhrif á trúverðugleika þeirra. „Þetta er algjört grunnatriði. Það má ekki vera neinn vafi í hugum fólks um réttmæti niðurstaðna því það grefur undan öllu lýðræðiskerfinu okkar. Við höfum verið svo heppin að það hefur ríkt traust hér en í ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum, hefur verið vaxandi vantraust í gangi,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísar hún til að mynda til þess að um 70 prósent kjósenda Repúblikana viðurkenni ekki enn þá staðreynd að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020. Aðspurð um næstu skref sagði Stefanía þau vera að fara yfir gögnin sem óskað hafi verið frá yfirkjörstjórnum. „Mögulega eru skýringarnar viðhlýtandi og málið þannig afgreitt en komi í ljós að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd kosninganna þá er illt í efni, ef svo má segja. Í versta falli yrði að kjósa aftur í þessu kjördæmi og þá vitum auðvitað ekki hvernig kosningarnar fóru fyrr en það liggur allt saman fyrir,“ sagði Stefanía.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17 Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17
Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37