Nikolaj Hansen og Agla María valin best í Pepsi Max deildunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. september 2021 11:15 Nikolaj Hansen fagnar einu af 16 mörkum sínum í sumar. Hann var valinn besti leikmaður Pepsi Max deildar karla í gær. Vísir/Bára Dröfn Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deildum karla og kvenna kusu bestu leikmenn deildanna tveggja. Verðlaunin voru afhent í Pepsi Max Stúkunni í gærkvöldi fyrir hönd KSÍ. Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings, var valinn bestu karlameginn, en hjá konunum var það Blikakonan Agla María Albertsdóttir sem hreppti verðlaunin. Hansen var markahæsti maður deildarinnar með 16 mörk og átti stóran þátt í því að Víkingur landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 30 ár. Agla María var næst markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna, en hún skoraði 12 mörk fyrir Breiðablik sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir efnilegustu leikmenn deildanna tveggja. Kristall Máni Ingason var valinn efnilegastur í karlaflokki, og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hlaut verðlaunin í kvennaflokki. Kristall Máni er fæddur árið 2002, en hann spilaði 21 leik með Víking og skoraði þrjú mörk þegar að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólöf Sigríður er fædd árið 2003 og lék með Þrótti í sumar. Hún skoraði átta mörk í 15 leikjum og hjálpaði þannig liðinu að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Að auki voru veitt verðlaun fyrir bestu dómara deildanna tveggja. Ívar Orri Kristjansson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar karla og Arnar Ingi Ingvarsson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar kvenna. Agla María Albertsdóttir var valin best í Pepsi Max deild kvenna.Vísir/Elín Björg Fjórir Blikar í liði ársins Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar tóku sig einnig til og völdu lið ársins í Pepsi Max deild karla. Breiðablik á fjóra fulltrúa í liðinu, en nýkrýndir Íslandsmeistarar eiga þrjá. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, stendur á milli stanganna og í fjögurra manna varnarlínu fyrir framan hann eru þeir Kári Árnason úr Víking og Damir Muminovic úr Breiðablik í hjarta varnarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðablik og Kristinn Jónsson úr KR eru bakverðir liðsins. Kristinn Steindórsson, Breiðablik, Pablo Punyed, Víking, Viktor Karl Einarsson, Breiðablik, og Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA, eru þeir fjórir sem stillt er upp á miðsvæðinu. Sævar Atli Magnússon er fulltrúi Leiknis í liðinu, en hann er í fremstu víglínu ásamt Nikolaj Hansen. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings, var valinn bestu karlameginn, en hjá konunum var það Blikakonan Agla María Albertsdóttir sem hreppti verðlaunin. Hansen var markahæsti maður deildarinnar með 16 mörk og átti stóran þátt í því að Víkingur landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 30 ár. Agla María var næst markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna, en hún skoraði 12 mörk fyrir Breiðablik sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir efnilegustu leikmenn deildanna tveggja. Kristall Máni Ingason var valinn efnilegastur í karlaflokki, og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hlaut verðlaunin í kvennaflokki. Kristall Máni er fæddur árið 2002, en hann spilaði 21 leik með Víking og skoraði þrjú mörk þegar að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólöf Sigríður er fædd árið 2003 og lék með Þrótti í sumar. Hún skoraði átta mörk í 15 leikjum og hjálpaði þannig liðinu að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Að auki voru veitt verðlaun fyrir bestu dómara deildanna tveggja. Ívar Orri Kristjansson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar karla og Arnar Ingi Ingvarsson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar kvenna. Agla María Albertsdóttir var valin best í Pepsi Max deild kvenna.Vísir/Elín Björg Fjórir Blikar í liði ársins Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar tóku sig einnig til og völdu lið ársins í Pepsi Max deild karla. Breiðablik á fjóra fulltrúa í liðinu, en nýkrýndir Íslandsmeistarar eiga þrjá. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, stendur á milli stanganna og í fjögurra manna varnarlínu fyrir framan hann eru þeir Kári Árnason úr Víking og Damir Muminovic úr Breiðablik í hjarta varnarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðablik og Kristinn Jónsson úr KR eru bakverðir liðsins. Kristinn Steindórsson, Breiðablik, Pablo Punyed, Víking, Viktor Karl Einarsson, Breiðablik, og Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA, eru þeir fjórir sem stillt er upp á miðsvæðinu. Sævar Atli Magnússon er fulltrúi Leiknis í liðinu, en hann er í fremstu víglínu ásamt Nikolaj Hansen.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira